fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Eyjan

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar

Eyjan
Mánudaginn 30. desember 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný valdablokk kann að vera að myndast í Sjálfstæðisflokknum. Hina nýju valdablokk mynda þeir sem vilja tafarlaust bregðast við skelfilegri niðurstöðu flokksins í síðustu kosningum eftir sjö ára setu hans í vinstri stjórn; finna gamla Sjálfstæðisflokkinn, hefja til öndvegis það sem flokkurinn hefur staðið fyrir í tímans rás en ekki það sem flokkurinn hraktist í undir vinstri forystu Katrínar Jakobsdóttur og Steingríms J. Sigfússonar.

Í nýjum Náttfarapistli á Hringbraut segir Ólafur Arnarson það enga tilviljun að nú sé tekist á um það í Sjálfstæðisflokknum hvort landsfundur flokksins fari fram í lok febrúar og byrjun mars nk. eins og ákveðið var eða hvort honum verði frestað fram á haust. „Þeir sem vilja breytingar á forystunni strax til að hefja endurreisnarstarf vilja ekki bíða en hinir sem vona að tíminn lækni öll sár vilja fresta.“

Hann segir nýja valdablokk vera um að Guðlaugur Þór verði formaður, Guðrún Hafsteinsdóttir varaformaður og Ólafur Adólfsson ritari flokksins. Guðlaugur Þór og Guðrún eru bæði oddvitar flokksins í sínum kjördæmum og aðrir þingmenn þeirra. „Ólafur Adolfsson er öflugur sigurvegari og leiðtogi. Hann er fyrsti þingmaður í Norðvestur kjördæmi, tók það sæti af Framsókn sem er nú með sinn mann sem fimmta þingmann kjördæmisins. Ólafur er farsæll lyfsali á Akranesi sem hefur rekið sitt fyrirtæki þar og á auk þess glæstan feril sem knattspyrnumaður í sigursælu liði ÍA í knattspyrnu. Ólafur er nýjabrum í Sjálfstæðisflokknum, maður sem vænta má mikils af. Hann og Guðlaugur Þór eru vinir frá gamalli tíð.“

Í Náttfarapistlinum segir Ólafur Arnarson Sjálfstæðisflokkinn nú verða að horfast í augu við valdalausa stjórnarandstöðu næstu árin eftir ellefu ár í ríkisstjórn. Undir forystu Bjarna Benediktssonar hafi flokkurinn tapað miklu fylgi, sé nú kominn niður í 19,4 prósent sem Bjarni rembist nú við að kalla „varnarsigur“. Þetta sjái flokksmenn og nú þurfi uppstokkun og vilja til að breyta um takt. „Það þarf að finna gamla Sjálfstæðisflokkinn. Finna það sem hann stendur fyrir en ekki það sem hann hefur hrakist í undir vinstri forystu Katrínar Jakobsdóttur og Steingríms J. Sigfússonar.“

Hann minnir á að undir forystu Bjarna Benediktssonar hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki haldið út neitt kjörtímabil í ríkisstjórn nema þegar COVID-veiran gerði það að verkum að stjórnmál lágu niðri á Íslandi í tvö ár. Flokkurinn hafi átt aðild að ríkisstjórn fjórum sinnum á ellefu árum og ekki náð að sitja út kjörtímabilið nema í neyðarástandi vegna COVID.

„Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra, hefur sagt í fullri alvöru að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stjórntækur vegna klofnings og innri átaka. Það er líklega rétt og því ástandi vilja Guðlaugur Þór og fjölmargir stuðningsmenn hans í flokknum breyta sem fyrst. Sem allra fyrst – næsta vor en ekki næsta haust.“

Náttfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón tekur með auðmýkt og hlýju á móti nýjum verkefnum – „Ekkert á Íslandi mér óviðkomandi“

Jón tekur með auðmýkt og hlýju á móti nýjum verkefnum – „Ekkert á Íslandi mér óviðkomandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn sagður kasta grjóti úr glerhúsi – Þáði sjálfur 167 milljónir í styrk áður en skráningu var breytt

Sjálfstæðisflokkurinn sagður kasta grjóti úr glerhúsi – Þáði sjálfur 167 milljónir í styrk áður en skráningu var breytt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir auðlindir landsins hafa verið gefnar á silfurfati og fyrirtækjum sparaðir 85 milljarðar með dularfullri frestun – „Vegleg gjöf“

Segir auðlindir landsins hafa verið gefnar á silfurfati og fyrirtækjum sparaðir 85 milljarðar með dularfullri frestun – „Vegleg gjöf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum