fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn

Eyjan
Þriðjudaginn 3. desember 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Of lengi hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið sem hlýðinn hundur í bandi vonds eiganda, sem hefur sigað honum á allt og alla sem eigandinn telur ógna ríkulegum sérhagsmunum sínum. Úrslit kosninganna um síðustu helgi þýða að þjóðin hefur í raun hringt á hundaeftirlitsmanninn vegna illrar meðferðar eigandans á Sjálfstæðisflokknum.

Í nýjum Náttfarapistli á Hringbraut fjallar Ólafur Arnarson um úrslit alþingiskosninganna, ástæður þeirra og komandi stjórnarmyndun. Hann vandar fráfarandi ríkisstjórnarflokkum ekki kveðjurnar.

Ólafur telur einsýnt að Samfylking og Viðreisn vilji mynda ríkisstjórn saman og að fyrsti kostur þeirra til samstarfs sé Flokkur fólksins. Allir þessir þrír flokkar séu stórir sigurvegarar kosninganna, ásamt Miðflokknum. Hann telur að stjórnarsamstarf muni snúast um breytingar, samkomulag og heilindi, ólíkt því sem verið hefur í fráfarandi stjórn.

Útreið ríkisstjórnarflokkanna er trúlega Íslandsmet. Fráfarandi stjórnarflokkar fá samtals einungis 29,5 prósent atkvæða í kosningunum. Þeim er einfaldlega hafnað. Kjósendur töluðu alveg skýrt um að þeir vilja ekki að fráfarandi ríkisstjórnarflokkar komi nærri landsstjórninni næstu árin. Það væri því hreinn ruddaskapur við kjósendur ef einhverjir af sigurvegurum kosninganna, sem allir voru í stjórnarandstöðu, kæmu að því að mynda nú ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki eða Framsókn. Það færi gegn góðum og gildum lýðræðisháttum,“ skrifar Ólafur.

Hann skrifar að þótt Sjálfstæðisflokkurinn reyni nú að túlka tapið í kosningunum sem varnarsigur, út frá skoðanakönnunum fyrir kosningar, þá sé eini mælikvarðinn niðurstaða síðustu kosninga. Flokkurinn hafi tapað fimm prósentustigum og í fyrsta skipti í sögunni farið niður fyrir 20 prósent í þingkosningum.

Ólafur rekur þróun fylgis Sjálfstæðisflokksins síðasta aldarfjórðunginn og það er sem hér segir:

· Árið 1999 var fylgið 40,7 prósent. Þá var að ljúka stjórnmálaferli Þorsteins Pálssonar og Friðriks Sophussonar fyrir flokkinn. Davíð Oddsson var formaður.

  • Árið 2003 var fylgið 33,7 prósent. Síðustu kosningar sem Davíð Oddsson var formaður.
  • Árið 2007 var fylgið 36,6 prósent. Þá var Geir H. Haarde formaður.
  • Árið 2009 var fylgið 23,7 prósent. Þá var Bjarni Benediktsson tekinn við formennsku Sjálfstæðisflokksins. Þetta voru fyrstu kosningar eftir hrunið og lægsta fylgi sem flokkurinn hafði þá fengið.
  • Árið 2013 var fylgið 26,7 prósent. Þá hafði vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms J. ráðið í fjögur ár við gífurlegar óvinsældir. Fylgið jókst samt ekki meira en þetta.
  • Árið 2016 var fylgið 29,0 prósent. Þá var Bjarni Benediktsson formaður.
  • Árið 2017 var fylgið 25,2 prósent. Þá var Bjarni Benediktsson formaður og hafði sagt af sér sem forsætisráðherra eftir 10 mánaða ríkisstjórn.
  • Árið 2021 var fylgið 24,4 prósent. Þá var Bjarni Benediktsson formaður og búinn að halda flokknum í vinstri stjórn Katrínar Jakobsdóttur í 4 ár
  • Árið 2024 er fylgið 19,4 prósent. Enn er Bjarni Benediktsson formaður – hann sleit stjórnarsamstarfinu eftir að hafa gegnt stöðu forsætisráðherra frá maí 2024, rétt um sex mánuði.

Þetta sýni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi misst meira en helming fylgis síns á aldarfjórðungi og heil 17 prósentustig frá því að Bjarni Benediktsson varð formaður, árið 2009. Allan þennan tíma, að undanskilinni Jóhönnustjórninni 2009-2013, hefur flokkurinn verið í ríkisstjórn. Skilaboðin frá kjósendum séu að þjóðin þurfi hvíld frá Sjálfstæðisflokknum. Sjálfur þurfi flokkurinn að endurnýja jarðtengingu sína.

Allt of lengi hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið sem hundur í bandi eigenda sinna. Meðferðin af hálfu eigendanna er, það sem skilgreint er í dýraverndarlögum, ill meðferð. Samt er hollusta hundsins og hlýðni við eigandann alger. Það er hundseðlið. Kúgaður rakkinn lætur eigandann siga sér á allt og alla sem ógna ríkulegum sérhagsmunum hans. Segja má að í kosningunum á laugardag hafi þjóðin loks ákveðið að hringja í hundaeftirlitsmanninn, meira en 80 prósent þjóðarinnar sá loks ljósið.”

Hinir tveir ríkisstjórnarflokkarnir koma enn verr út úr kosningunum en Sjálfstæðisflokkurinn. Vinstri grtæn þurrkast út og í ljós kemur að flokkurinn hafi í raun verið lítið annað en Katrín Jakobsdóttir og þegar hún fór hrundi hann. Framsókn sé í rúst og allir yngri forystumenn flokksins féllu af þingi í kosningunum og framtíð flokksins í fullkominni óvissu.

Vonandi gengur sigurvegurum kosninganna vel að mynda nýja og samheldna ríkisstjórn. Óskandi er að stjórnarmyndun taki ekki of langan tíma þannig að nýtt fólk komist sem fyrst til starfa og geti látið hendur standa fram úr ermum við að hrinda í framkvæmd fjölda mála sem fráfarandi ríkisstjórn vanrækti vegna innri ágreinings og ósættis.

Mikilvægt er að ný ríkisstjórn láti fara fram úttekt á stöðu þjóðarbúsins við stjórnarskipti. Ráða þarf hæfa utanaðkomandi ráðgjafa til að framkvæma slíka úttekt. Þá þarf að sækja til útlanda til þess að starfið verði hafið yfir allan vafa. Skýr svör þurfa að fást við því hvers vegna stýrivextir á Íslandi eru þrefaldir á við nágrannalöndin, rétt eins og verðbólgan. Það þarf skýringar á samfelldum halla á fjárlögum í sjö ár, það þarf skýringar á útþenslu ríkisbáknsins og einnig þarf að fá upp á borðið óumdeildar skýringar á því hvers vegna orkuframleiðsla í landinu hefur ekki verið með eðlilegum hætti og hvers vegna þjóðin hefur misst tökin á málefnum flóttamanna. Af nægu er að taka. Svör þurfa að vera afdráttarlaus og óháð á þessum mikilvægu tímamótum í sögu þjóðarinnar.“

Náttfara í heild er hægt að lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi