Má vænta þess að formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjist á fundinum en eins og fram kom í morgun hefur Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veitt Kristrúnu stjórnarmyndunarumboð eftir að Samfylkingin fékk flest atkvæði í þingkosningunum um liðna helgi.
Bæði Þorgerður Katrín og Inga Sæland sögðu rökrétt skref að Kristrún fengi umboðið og hafa þær tekið vel í að ganga til viðræðna um hugsanlegt samstarf.