fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Eyjan

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 3. desember 2024 18:30

Donald Trump og Justin Trudeau á leiðtogafundi NATO árið 2019. Mynd/Dan Kitwood/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðið föstudagskvöld snæddu Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og Donald Trump væntanlegur forseti Bandaríkjanna kvöldverð á setri þess síðarnefnda í Mar-a-Lago í Flórída. Tilefnið var hótun Trump um að leggja tolla á kanadískar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna. Tvær nokkuð ólíkar útgáfur af því sem fór þeim á milli eru hins vegar á sveimi í fjölmiðlum en fullyrt er í annarri þeirra að Trump hafi ljáð máls á því að Kanada yrði 51. ríki Bandaríkjanna.

Með hótun sinni um tolla á kanadískar vörur vísar Trump til fullyrðinga um að fjöldi glæpamanna, ólöglegra innflytjenda og mikið magn eiturlyfja flæði inn til Bandaríkjanna um landamærin að Kanada og að stjórnvöld síðarnefnda landsins geri lítið sem ekkert til að stemma stigu við þessu. Trump er einnig ósáttur við mikinn viðskiptahalla á viðskiptum landanna, Bandaríkjunum í óhag.

Í umfjöllun AP-fréttastofunnar kemur fram að Kirsten Hillman, sendiherra Kanada í Bandaríkjunum, fullyrði að Trudeau hafi tekist að sýna Trump fram á að það stæðist ekki skoðun að líkja Kanada og Mexíkó saman þegar kemur að streymi glæpamanna, ólöglegra innflytjenda og eiturlyfja um landamærin að Bandaríkjunum. Hillman segir að verulegur árangur hafi náðst á þeirri vegferð að sannfæra Trump um að láta ekki verða af hótun sinni um að leggja á áðurnefnda tolla.

Trump hefur hótað að leggja á 25 prósent toll á vörur frá Kanada og Mexíkó af áðurnefndum ástæðum.

Ekki samanburðarhæft

Hillman segir Trudeau hafa bent Trump á að það væri varla efni til að bera saman Kanada og Mexíkó hvað varðar flæði fólks og eiturlyfja yfir til Bandaríkjanna. Til að mynda sé mjög lítill hluti af fentanýli sem lagt er hald á af bandarísku tollgæslunni sé tekið á landamærum Kanada og Bandaríkjanna og um tvöfalt fleiri séu handteknir við að reyna að fara ólöglega frá Mexíkó til Bandaríkjanna en frá Kanada. Einnig sé til staðar til samningur milli Bandaríkjanna og Kanada um að senda megi til baka til síðarnefnda landsins fólk sem er handsamað á landamærunum við að reyna komast ólöglega til þess fyrrnefnda. Slíkur samningur sé ekki í gildi á milli Bandaríkjanna og Mexíkó.

Hillman segir að kanadíska sendinefndin hafi einnig bent Trump á að skoða verði tölur um viðskiptin milli landanna í samhengi við mikinn mun á íbúafjölda þeirra en íbúafjöldi Kanada er um 1/10 af íbúafjölda Bandaríkjanna.

Ljóst er að miklir hagsmunir eru í húfi fyrir kanadískt efnahagslíf en 77 prósent af öllum útflutningi landsins fer til Bandaríkjanna.

Trump sagði á samfélagsmiðlum að viðræður hans og Trudeau hefðu verið góðar en sagði ekkert um að hann hyggist endurskoða hótun sína um tolla á kanadískar vörur.

51. ríkið

Í umfjöllun Fox-News  er hins vegar sögð talsvert öðruvísi saga af því sem fram fór á fundi Trump og Trudeau. Samkvæmt heimildum miðilsins sagði Trump við Trudeau að ef tollarnir myndu ganga að kanadísku efnahagslífi dauðu eins og hann héldi fram að þá væri kannski best að Kanada yrði hreinlega innlimað í Bandaríkin og yrði 51. ríkið.

Segir í umfjölluninni að Trump hafi lagt áherslu á að tollarnir yrðu lagðir á myndi Kanada ekki taka á flæði ólöglegra innflytjenda og eiturlyfja frá landinu til Bandaríkjanna. Leiðrétta yrði einnig hallann á viðskiptum landanna.

Þegar Trudeau sagði Trump að kanadískt efnahagslíf myndi ekki lifa tollana af er sá síðarnefndi sagður hafa spurt hvort eina leiðin til þess væri að okra á Bandaríkjunum. Segja heimildarmenn Fox-News að Trump hafi síðan bætt við vangaveltunum um að Kanada ætti þá kannski bara að ganga í Bandaríkin og að þá hafi Trudeau og hans fólk hlegið mjög óstyrkum hlátri.

Er Trump einnig sagður hafa sagt við Trudeau að vissulega væri betri titill að vera forsætisráðherra en hann gæti samt alveg verið ríkisstjóri þessa nýja ríkis Bandaríkjanna.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Óvissunni loks lokið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Flosi ætlar í formanninn: „Við þurfum að vera stöðugt á varðbergi“

Flosi ætlar í formanninn: „Við þurfum að vera stöðugt á varðbergi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump vill setja sig í samband við Kim Jong-un – „Hann er klár gæi“

Trump vill setja sig í samband við Kim Jong-un – „Hann er klár gæi“