fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025
Eyjan

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt

Eyjan
Sunnudaginn 29. desember 2024 18:30

Össuri leiðist ekki ófriðarbálið innan Sjálfstæðisflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrum ráðherra, segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafi gert afdrifarík mistök þegar hún ákvað að hoppa yfir í Suðvesturkjördæmi fyrir síðustu kosningar án þess að ræða málin við samherja sinn Jón Gunnarsson. Jón, sem að mati Össurar hafi verið með vinsælustu ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, hafi frétt af kjördæmahoppinu í gegnum fjölmiðla og það hafi skapað mikla úlfúð í kjördæminu og flokknum sem sér ekki enn fyrir endann á. Segir Össur, sem er þaureyndur í pólitískri refskák, að ef Þórdís Kolbrún hefði rætt málin við Jón hefði ekki verið óhugsandi að sátt hefði myndast um að hann myndi draga sig í hlé.

Það að ræða ekki málið við Jón hafi hins vegar verið hrein atlaga og það mun að mati reynast Þórdísi Kolbrúnu dýrkeypt og erfitt sé að sjá hana sigra í formannskjöri flokksins við þær aðstæður.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Össur birti fyrr í dag en ljóst er að Samfylkingarmanninum leiðist ekki það ófriðarbál sem nú logar innan Sjálfstæðisflokksins, ekki síst í sambandi við hugsanlega frestun landsfundar flokksins. Segir Össur að Þórdís Kolbrún, sem hirð Bjarna Benediktssonar hafi valið sem arftaka, eigi mikið undir að fundinum verði frestað en aðrir sem renni hýru auga til formannsstólsins, eins og til að mynda Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson, eru á því að landsfundurinn eigi að fara fram í febrúar.

Segist Össur taka undir orð sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, lét falla í kosningabaráttunni að Sjálfstæðisflokkurinn væri óstjórntækur vegna innanflokks deilna.

Færslu Össurar í heild sinni má lesa hér:

Jón steig svo sjálfur fram stuttu síðar á Facebook-síðu sinni og tjáði sig um landsfundarmálið. Sagði hann tillöguna eðlilega þegar tekið væri tillit til veðurs og sérstaklega ættu Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu að hafa landsbyggðarfélaga sína í huga. Mikilvægt væri að Sjálfstæðismenn myndu undirbúa fundinn vel og snúa bökum saman í stað þess að ala á sundrungu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jesús gerði engin kraftaverk

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jesús gerði engin kraftaverk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir stjórnarsáttmálann rýran og Flokkur fólksins hafi gefið mikið eftir

Segir stjórnarsáttmálann rýran og Flokkur fólksins hafi gefið mikið eftir