fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Eyjan
Laugardaginn 28. desember 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Guðni forseti tilkynnti afsögn sína í frægu áramótaávarpi ákvað ég að flytja til Bessastaða. Eftirspurnin eftir karli á mínum aldri var þó engin svo að ég varð að hætta við framboðið með tár á hvarmi. Ég samdi þó nýársávarp sem ég hefði haldið ef ég hefði unnið. Mér hefur alltaf fundist ljúfsárt að lifa lífinu í viðtengingarhætti þátíðar. Þegar ég skrifa ævisögu mína í fyllingu tímans á hún að heita: „Ef ég bara hefði!“

Góðir landsmenn til sjávar og sveita.

Á þessum áramótum leitar hugurinn til Bjarna Thorarensen sem orti á 19. öld:

Íslands
óhamingju
verður allt að vopni!
eldur úr iðrum þess,
ár úr fjöllum
breiðum byggðum eyða!

Hann sá þannig fyrir endalausar ófarir karlalandsliðsins í fótbolta, eldgosið fyrir utan Grindavík og aurskriður liðins árs. Egill afi minn Skallagrímsson vitjaði mín reyndar á dögunum og bað íslenskri þjóð allrar blessunar. Hann lýsti yfir sérstakri ánægju með mig sem nýjan forseta og varaði við hrakspám jarðfræðinga og Bjarna Thor. „Á nýju ári lagast allt,“ sagði Egill til að telja kjark í þjóð sína.

Ég vil minnast hins drykkfellda hollvinar míns Sigurðar Breiðfjörð sem sannaði á sjálfum sér að annað er gæfan en gjörvugleikinn. Fyrsta verk nýrra ríkisstjórnar er efling meðferðarúrræða. Öflug áfengismeðferð hefði bæði bjargað Sigga Breiðfjörð og Jónasi Hall með ómældum hagnaði fyrir bókmenntalíf þjóðarinnar. Vinsældir þeirra beggja hefðu reyndar snarminnkað við edrúmennskuna.

Enginn skyldi heldur gleyma smáfuglunum sem hrekjast veðurbarðir undan hverri lægðinni á fætur annarri. Víkjum að þeim brauðmylsnu í öllum allsnægtunum.

(Svo fer ég með þessa vísu úr Þjóðhátíðarkvæði frá 1974 af miklum þunga:)

Íslendingur er og verður,
eins og hann var forðum gerður.
Hann mun aldrei haltur ganga,
hafi hann fætur tvo jafnlanga.

Guð blessi land og þjóð og sjálfan mig á þessari hátíðastundu!

Myndavélin fer af mér og staðnæmist á íslenska fánanum meðan Megas frændi minn raular þjóðsönginn. Þetta hefði verið sérlega fallegt áramótaávarp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ísland, NATO og varnarsamningurinn

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ísland, NATO og varnarsamningurinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnir og viðskipti

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnir og viðskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnarsamningurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnarsamningurinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?
EyjanFastir pennar
07.03.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?
EyjanFastir pennar
07.03.2025

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður

Steinunn Ólína skrifar: Friður sé með yður