fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Eyjan

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  

Eyjan
Föstudaginn 27. desember 2024 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagar auglýsa eftir umsóknum í nýsköpunarsjóðinn Uppsprettuna. Þetta er í fjórða sinn sem Uppsprettan auglýsir úthlutun og eru allt að 20 milljónir til úthlutunar úr sjóðnum í ár. Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar. Þau verkefni sem hljóta styrkveitingu fá jafnframt ráðgjöf og aðstoð við að koma afurðum sínum í verslanir.

Hlutverk Uppsprettunnar er að virkja og styðja frumkvöðla til nýsköpunar og þróunar í íslenskri matvælaframleiðslu. Lögð er sérstök áhersla á stuðning við verkefni sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi.

„Eitt af kjarnagildum Haga er að leitast við að hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag í allri sinni starfsemi. Sjóðurinn leggur því sérstaka áherslu á stuðning við nýsköpunarverkefni í matvælaframleiðslu sem að taka tillit til sjálfbærni, þar sem hugað er að umhverfisáhrifum við framleiðslu og dreifingu sem og betri nýtingar á hráefnum eða minnkun á matarsóun. Einnig er horft til hvort verkefnið auki verðmætasköpun neytendum til hagsbóta. Að lokum er nýnæmi vörunnar sérstaklega metið og þá hvort að varan sé þegar framleidd á Íslandi,“ segir Anton Birkir Sigfússon, forstöðumaður sjálfbærni hjá Högum.

Alls hafa 32 verkefni hlotið styrk frá því að sjóðurinn var fyrst settur á laggirnar árið 2021 og eru verkefnin afar fjölbreytt. Þar á meðal má nefna íslenskt kimchi frá Sýru, úrvals sósublöndur úr lerki- og furusveppum frá Villt að vestan og vegan „fiskrétti“ úr plöntuafurðum frá Loki Foods.

„Uppsprettan var upphaflega stofnuð til að skapa farveg fyrir þær fjölmörgu hugmyndir sem reglulega berast verslunum Haga. Í gegnum Uppsprettuna fá frumkvöðlar um allt land einstakt tækifæri til að þróa hugmyndir sínar áfram með stuðningi sjóðsins og leiðsögn frá reynslumiklum einstaklingum úr verslun. Sjóðurinn leggur sérstaka áherslu á að hafa umsóknar- og matsferlið einfalt í þeim tilgangi að virkja góðar hugmyndir í matvælaframleiðslu. Við viljum því hvetja alla þá sem búa yfir góðri hugmynd að sækja um og skiptir þá ekki höfuðmáli hvort vöruþróunin sé skammt eða langt á veg komin,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga.

Allar nánari upplýsingar og yfirlit styrkhafa má finna á heimasíðu sjóðsins www.uppsprettan.hagar.is

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir að Kristrún ætli ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson

Segir að Kristrún ætli ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vestræn gildi andspænis lögmáli frumskógarins

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vestræn gildi andspænis lögmáli frumskógarins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum