Lyklaskipti urðu í dag í öllum ráðuneytum þar sem nýir ráðherrar í ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins fengu afhenta lyklana að ráðuneytunum úr hendi fráfarandi ráðherra ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG.
Í gær var ríkisráðsfundur á Bessastöðum þar sem nýja ríkisstjórnin tók við völdum. Ljósmyndari DV var á vettvangi og myndaði nýju ráðherrana fyrir utan Bessastaði.
Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar eru eftirfarandi:
Kristrún Frostadóttir – forsætisráðherra
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir – utanríkisráðherra
Inga Sæland – félags- og húsnæðismálaráðherra
Hanna Katrín Friðriksson – atvinnuvegaráðherra
Logi Einarsson – Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir – dómsmálaráðherra
Ásthildur Lóa Þórsdóttir – mennta- og barnamálaráðherra
Eyjólfur Ármannsson – samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Jóhann Páll Jóhannsson – umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
Alma D. Mölle – heilbrigðisráðherra
Daði Már Kristófesson – fjármála- og efnahagsráðherra