fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Eyjan
Sunnudaginn 22. desember 2024 13:35

Benedikt S. Benediktsson, framkvæmastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaupmenn óttast að íslensk verslun dragist aftur úr erlendri verslun og neytendum muni finnast hún gamaldags og úr sér gengin vegna þess að hún fær ekki samkvæmt lögum að keppa við erlenda netverslun í sölu á áfengi. Þetta er að gerast á sama tíma og ÁTVR hefur fjölgað útsölustöðum gríðarlega og vínveitingaleyfum hefur fjölgað mikið. Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Benedikt segir alla þekkja þau sjónarmið, t.d. lýðheilsusjónarmið, sem notuð séu til að réttlæta einokunarstöðu ÁTVR í smásölu á áfengi hér á landi og að ekki megi breyta neinu. „ÁTVR hefur fjölgað sínum sölustöðum gríðarlega síðustu áratugi, það eru miklu fleiri aðilar komnir með vínveitingaleyfi, veitingastaðir, barir og bara sjoppur. Svo fengu smáframleiðendur í léttari enda áfengis heimildir til að selja. Eins og ég skildi það var það til að hjálpa þeim til að þjónusta ferðamenn betur. Það er mjög víða hægt að kaupa áfengi og einhverjir hafa fullyrt að aðgengi að áfengi sé fullkomið hérna.

Það sem hefur vakið ugg hjá versluninni er, og við sjáum það í tölum t.d. frá Rannsóknarsetri verslunarinnar, að Íslendingar eru að kaupa áfengi af erlendum netverslunum sem eru að fullu starfræktar erlendis og kaupa enga vöruhúsaþjónustu eða aðra þjónustu hér heima. Þetta er kannski ekki orðin nein stór hlutdeild en hún er vaxandi.“

Eru það þá ekki oft kaupendur, eða neytendur, sem eru að verða sér úti um eitthvað tiltekið rauðvín eða tiltekið viskí sem ekki er hægt að fá hér?

„Það kann að vera. Ég þori ekkert að fullyrða um það. Þessi þróun virðist hafa byrjað þannig, menn eru að leita að einhverju. Hafa verið á ferðalagi erlendis eða í námi erlendis og finna svo ekki það sem þá langar í. Þá hafa menn farið þessa leið. Í öðrum tilfellum veit ég að menn hafa verið að gera magninnkaup og eru þá að kaupa stóra körfu með ýmsum vínum. Það sem vekur ugg hjá versluninni er að íslensk verslun er í samkeppni við erlenda verslun í gegnum netið og þarna er bara afkimi verslunar sem íslensk verslun fær ekki að taka þátt í. Óttinn er auðvitað sá að það muni með tíð og tíma koma niður á verslunarrekstri hér og gera það að verkum að í augum neytandans verði íslenska verslunin gamaldags og úr sér gengin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar