fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Ekki sama hver flytur inn vöruna

Eyjan
Laugardaginn 21. desember 2024 15:30

Benedikt S. Benediktsson, framkvæmastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendur í dag vita hvað þeir vilja. vakning á liðnum árum um umhverfisvernd, lífrænt ræktað, vegan og fleira hefur áhrif á innkaupamynstur neytenda. Verslanir geta skapað sér sérstöðu með því að þjóna þörfum tiltekinna hópa. Samkeppnin, sem áður sneri eingöngu að verði, er nú miklu fjölbreyttari og snýr að gæðum og því að þjóna tilteknum hópum neytenda vel. Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Það fer eftir því hver flytur vöruna inn á Evrópska efnahagssvæðið hvort reglum og kröfum ESB um gæði og innihald vöru sem selja má í Evrópu er stranglega fylgt eftir. Þegar fyrirtæki flytja inn vörur, t.d. frá Asíu til endursölu er tryggilega gengið eftir því að vörurnar uppfylli evrópska staðla og öryggiskröfur. Innflytjandinn, sem flytur inn vöruna í atvinnuskyni ber ábyrgð á því að varan uppfylli staðla. Uppfylli varan ekki skilyrði getur varan verið gerð upptæk og send í eyðingu. Einnig getur innflytjandinn borðið skaðsemisábyrgð.

Ef innflytjandinn er hins vegar einstaklingur sem kaupir vöruna t.d. í gegnum asíska netverslun getur verið allur gangur á því hvort gengið er eftir því að varan uppfylli staðla. Einstaklingurinn flytur vöruna inn á eigin ábyrgð. Það er einna helst ef vara lendir í úrtaki hjá tollinum og þá fær kaupandinn ekki vöruna afhenta ef í ljós kemur að hún uppfyllir ekki skilyrði.

Af þeim sökum búa asískar netverslanir við ákveðið samkeppnisforskot innan EES. Mjög erfitt er fyrir yfirvöld að fara í gegnum hverja og eina sendingu sem berst frá netverslunum.

Benedikt segir aukna umhverfisvitund geta verið lyftistöng fyrir innlenda verslun, ekki sé endilega umhverfisvænt að send vörur yfir þveran heiminn þegar mögulega er hægt að nálgast þær í nærumhverfi.

„Það er ýmiss konar vakning sem hefur átt sér stað meðal neytenda undanfarin ár. Meðal annars er vakning varðandi ýmis innihaldsefni vara, einkum matvara. Veganismi er eitthvað sem ekki var til á sínum tíma en er orðið fyrirbæri. Það er hópur neytenda sem leggur áherslu á það. Það eru lífrænt ræktaðar vörur, ég held að við séum reyndar aðeins eftirbátar margra landa þegar að því kemur en það er vaxandi. Þetta hefur gert það að verkum að neytendur eru miklu meðvitaðri um það hvað þeir eru að kaupa. Þessar vörur eru oft dýrari en hinar almennu vörur. Neytendur eru orðnir meðvitaðri, það er hægt að bjóða þeim fleiri kosti, það getur verið einfaldara fyrir verslunina að skapa sér sérstöðu.“

Benedikt segir ekki ýkja langt síðan samkeppnin sneri bara að verði og engu öðru. Núna sé breiddin orðin miklu meiri, neytendur viti hvað þeir vilja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn