fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Eyjan
Mánudaginn 2. desember 2024 12:30

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flokkur fólksins kom vel út úr alþingiskosningunum á laugardaginn. Flokkurinn fékk 13,8 prósent atkvæða og bætti við sig 5 prósentustigum frá kosningunum 2021. Þessi fylgisaukning færði flokknum 10 þingsæti sem er fjölgun um 4 þingmenn. Inga Sæland formaður flokksins hefur látið vel í það skína að hún sé mjög áhugasöm um að flokkurinn taki sæti í næstu ríkisstjórn en hún heldur á fund Höllu Tómasdóttur forseta Íslands núna klukkan 13. Skiptar skoðanir eru þó meðal stjórnmálaskýrenda og annarra um hversu reiðubúinn og hæfur flokkurinn sé til þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi og þeirra málamiðlana sem slíkt krefst.

Egill Helgason sjónvarpsmaður og þjóðfélagsrýnir virðist í pistli á Facebook-síðu sinni hafa miklar efasemdir um að Flokkur fólksins ráði við að taka sæti í ríkisstjórn:

„Flokkur fólksins er að vissu leyti ráðgáta þegar kemur að stjórnarsamstarfi. Enginn úr þeirri hreyfingu hefur nokkurn tíma komist nálægt ríkisstjórn og kannski hefur enginn átt sérstaklega von á því að það breyttist. Þetta væri eilífur stjórnarandstöðuflokkur, skipaður þaulvönu andstöðufólki.“

Egill segir að í ljósi fyrri upphrópana Ingu Sæland sé nauðsynlegt fyrir flokkinn að fá miklu framgengt varðandi helstu stefnumál sín, í stjórnarsamstarfi.

„Talandi um hægri og vinstri, þá er ljóst að málflutningur Flokks fólksins um fátækt og misskiptingu höfðar miklu meira til kjósenda en t.d. málflutningur Sósíalistaflokksins. Inga Sæland er ekki vön að spara upphrópanir. Í ríkisstjórn þyrfti flokkurinn að fá einhverju framgengt varðandi stefnumál sín og það þarf helst að vera eitthvað stórt – annars gæti hann verið fljótur að missa trúverðugleikann gagnvart kjósendum sínum.“

Vantar þroska

Í athugasemdum við færsluna taka margir undir með Agli. Páll Valsson rithöfundur og bókaútgefandi segir meðal annars að væri stjórnmálaumhverfið á Íslandi jafn þroskað og á Norðurlöndunum gæti Flokkur fólksins til að mynda varið minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Viðreisnar falli. Slík ráðstöfun væri kannski best fyrir alla flokka og sömuleiðis holl fyrir lýðræðið í landinu.

Í einni athugasemd segir að himinn og haf sé á milli þess að hrópa hástöfum um óréttlæti, í ræðustól Alþingis, og þess að standa frammi fyrir því að þurfa að stýra ráðuneyti.

Í annarri athugasemd segist viðkomandi telja að Inga Sæland hafi í raun og veru takmarkaðan áhuga á að vera í ríkisstjórn, þrátt fyrir orð hennar um annað. Hún kunni best við sig í stjórnarandstöðu og í því hlutverki sé Inga góð. Það geti fjarað hratt undan henni og flokknum þegar hún þurfi að réttlæta niðurskurð og mögulega skerðingar.

Þessar efasemdir ríma nokkuð við orð Sigurðar Kára Kristjánssonar fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem ítrekaði í gær fyrri orð sín um það að hann teldi Flokk fólksins allsendis óstjórntækan.

Segir að Flokkur fólksins sé óstjórntækur – „Fór langt með að tala sig út úr ríkisstjórn í leiðtogaumræðunum“

Hefur trú á flokknum

Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði er hins vegar ekki sammála því að Flokkur fólksins sé ekki stjórntækur. Hann sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun  ljóst að miðað við það fram hefur komið séu samtöl milli Ingu og formanna Viðreisnar og Samfylkingarinnar farin af stað.

Eiríkur sagði að Inga hafi sýnt fram á að hún hafi góða stjórn á flokknum en það hafi þó komið sér á óvart hversu viljug hún hafi virst til samtarfs við þessa tvo flokka. Stjórnmál séu list hins mögulega og málamiðlanir í stjórnarsamstarfi séu nauðsynlegar. Hann telji Ingu greinilega tilbúna til að gera málamiðlanir. Eiríkur tekur þó undir það með Agli Helgason að Flokkur fólksins yrði helst að fá eitthvað stórt fram í slíku stjórnarsamstarfi fyrir þá hópa sem flokkurinn hefur barist helst fyrir, þá sem minnst mega sín. Flokkur fólksins þurfi þó ekki að fá bókstaflega öllum kröfum sínum framgengt. Það sé því að hans mati ekkert óyfirstíganlegt til staðar sem hindri það að Flokkur fólksins geti tekið sæti í næstu ríkisstjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum