fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Eyjan

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Eyjan
Fimmtudaginn 19. desember 2024 17:30

Benedikt S. Benediktsson, framkvæmastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólaverslunin hefur verið yfir væntingum kaupmanna. Netverslun er mun meiri en búist var við og virðist vera að taka aftur við sér eftir að úr henni dró eftir Covid. Áður fyrr var allt álagið á verslunina fyrir jólin í desember en það hefur breyst á undanförnum árum og nóvember hefur komið sterkur inn með afsláttardögum og öflugri netverslun. Tala má um sprengingu í netverslun nú í nóvember. Benedikt S. Kristjánsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni

Benedikt segir mikla sölu vera t.d. í skóm, auk þess sem hármótunarvörur á borð við blásara hafi selst vel. Sama megi segja um rakvélar sem ætlaðar séu öðrum líkamssvæðum en andlitinu. Almennt hafi sala fyrir jólin verið meiri en væntingar stóðu til.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify. 

Hann segir útivistarvörur hafa tekið stökk nú, en lægð hafi verið í sölu á slíkum eftir Covid. „Landinn lestaði sig kannski vel á þessum vörum þegar hann var að ferðast innanlands í Covid, t.d. sumarið 2020 þegar við vorum mikið á ferðinni. Og það er náttúrlega eðlilegt veð svona vöru, hún er til inni í skáp og það er hægt að grípa í hana þegar á þarf að halda, en þú þarft kannski ekki að vera að endurnýja hana mjög hratt.“

Hann segist heyra frá fyrirtækjum í dagvöru að þar sé hefðbundinn gangur á hlutunum. „Matvælasalan fyrir jólin er komin í rjúkandi gang og fólk farið að birgja sig upp fyrir jólamáltíðina og þessa daga.“ Tímasetningar hafi líka áhrif í þessu tilliti. Stóru afsláttardagarnir í nóvember hafi að hluta til lent eftir útborgunardag um mánaðamótin nóvember-desember. Nú lendi Þorláksmessa á mánudegi, það geti skipt máli sem og veðrið. Verði veður vont geti verslun dregist saman, sérstaklega úti á landi. Veðrið geti líka haft áhrif á Laugavegi.

Jólaverslunin hefur verið að færast í tíma og dreifist nú orðið á nóvember og desember en var áður nær eingöngu í desember. Þetta þýðir að álagið dreifist meira en áður. „Það er ekki þessi sprenging sem var síðustu dagana. Fólk er skynsamt og áttar sig á því ef verið er að bjóða góð kjör að þá getur verið skynsamlegt að versla í nóvember. En þetta verður lengra tímabil, dreifingin verður betri og nýtingin á versluninni og álagið á starfsfólkið og það sem hefur verið að gerast síðustu árin er meiri og meiri tilflutningur frá desember til nóvember.“

Benedikt segir okkur Íslendinga lengi vel hafa verið eftirbáta okkar helstu nágrannaríkja þegar kom að netverslun. „Við vorum mjög lengi í gang og forsendur til rekstrar netverslunar hér á landi voru lengi vel mjög erfiðar. Svo má segja að Covid hafi í raun og veru gerbreytt stöðunni. Þá sat almenningur heima mikið til, menn voru jafnvel að vinna heiman frá sér, og þá færðist stór hluti af versluninni yfir á netið, hvort sem það var verslun með varning, matvæli eða jafnvel veitingar.“

Hann segir að eftir að fólk fór á ról eftir Covid hafi dregið eitthvað úr þessu en núna í haust hafi netverslunin verið alveg rífandi góð og langt umfram væntingar verslunarmanna. „Þetta virðist vera sprengja, alla vega í mörgum tilvikum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda