fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Eyjan
Þriðjudaginn 17. desember 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn nema Björn Bjarnson hefur reynt að túlka afhroð fráfarandi ríkisstjórnar í kosningunum á þann veg að kjósendur hafi kallað eftir hægri stjórn Sjálfstæðisflokks og fleiri. Það þarf býsna glámskyggnan og forhertan „stjórnmálarýni“ til að komast að þeirri niðurstöðu. Eftir kosningarnar árið 2021 var vinstri stjórn Katrínar Jakobsdóttur endurnýjuð með stuðningi 38 þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna. Í kosningunum núna fengu þessir sömu flokkar samtala 19 þingmenn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn náði 14 og Framsókn 5 þingmönnum en Vinstri græn fengu engan þingmann kjörinn. Þjóðin hafnaði vinstri stjórn Katrínar og síðar Bjarna Benediktssonar algerlega – með eins skýrum og afgerandi hætti og hugsast getur. Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu 19 þingsætum og fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist hið lægsta í Íslandssögunni.

Sigurvegarar kosninganna voru Samfylkingin, Viðreisn, Flokkur Fólksins og Miðflokkurinn, sem allir bættu við sig verulegu fylgi og fjölda þingmanna. Af þeim flokkum sem fengu fulltrúa kjörna á Alþingi voru svo Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn í tapliðinu án nokkurs vafa.

Orðið á götunni er að enginn þurfi að velkjast í vafa um þessa niðurstöðu. Kjósendur höfnuðu fráfarandi ríkisstjórnarflokkum með öllu og sendu þau skilaboð til íslenskra stjórnmálamanna að sigurvegurum kosninganna bæri að ná samkomulagi um myndun ríkisstjórnar. Fyrir liggur að stefnumál miðflokkanna Samfylkingar og Viðreisnar eru keimlík og því fyrirséð að þeir vildu vinna saman í nýrri ríkisstjórn. Til þess að svara kalli kjósenda um ríkisstjórn sigurvegara kosninganna var því einungis um að ræða að Samfylkingin og Viðreisn biðu annað hvort Flokki fólksins eða Miðflokknum til samstarfs við sig um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Sú varð raunin og nú standa yfir stjórnarmyndunarviðræður milli þessara miðjuflokka og Flokks fólksins. Miðjustjórn þessara þriggja flokka er nú í burðarliðnum.

Í rabbþætti hjá Morgunblaðinu hélt Björn Bjarnason því fram að niðurstaða kosninganna væri ákall um hægri stjórn, þ.e. ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, sem var hafnað í kosningunum, Miðflokksins og væntanlega Viðreisnar. Það þarf býsna forhertan mann til að halda þessu fram – í fullri alvöru að því er virðist!

Orðið á götunni er að hafa verði í huga að Björn Bjarnason er einn þeirra sem telur að flokkur hans, Sjálfstæðisflokkurinn, eigi stöðugt að vera við völd í landinu. Flokkurinn þurfi einungis að velja sér meðreiðarfólk úr mismunandi flokkum sem fara reyndar yfirleitt illa út úr samstarfi við hann. Sú verður ekki raunin að þessu sinni. Björn og aðrir gamlir forystumenn Sjálfstæðisflokksins eiga mjög erfitt með að horfast í augu við valdalaust hlutverk Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu næstu árin, rétt eins og verið hefur í borgarstjórn Reykjavíkur síðustu 30 árin þar sem átta einnota leiðtogum hefur verið att út á foraðið til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins án sýnilegs árangurs. Birni var einmitt sjálfum falið það hlutverk í kosningunum árið 2002 en þá hlaut flokkurinn verstu kosningu sem hann hafði hlotið fram til þess tíma og tapaði háðulega fyrir R-listanum. Síðan þá hefur leiðin legið enn lengra niður á við. Sjálfstæðisflokkurinn kann ekki að vera valdalaus í stjórnarandstöðu eins og dæmalaus sundrungin innan fámenns borgarstjórnarflokks hans sýnir glögglega.

Orðið á götunni er að nú sé komið að því hjá Sjálfstæðisflokknum að stokka upp sín spil – líta alvarlega og heiðarlega í eigin barm. Aldnir fyrrverandi ráðherrar flokksins gera honum ekkert gagn með þvergirðingslegum málflutningi af því tagi sem Björn Bjarnason hélt uppi í fyrrgreindum rabbþætti. Með því uppsker hann einungis hæðnishlátur andstæðinga flokksins sem hlakka til komandi tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni