fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Eyjan

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 16. desember 2024 09:11

Gísli Þorsteinsson, Ingveldur Gísladóttir og Björgvin Arnar Björgvinsson eru nýir forstöðumenn hjá OK.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingveldur Gísladóttir, Björgvin Arnar Björgvinsson og Gísli Þorsteinsson hafa tekið við starfi forstöðumanna hjá OK. Ingveldur er forstöðumaður Búnaðarþjónustu, Björgvin Arnar forstöðumaður Innviðalausna og Gísli forstöðumaður Notendabúnaðar. Um er að ræða ný svið hjá OK en markmiðið með þessum breytingum er að skerpa á skipulagi fyrirtækisins og stórefla þjónustu til viðskiptavina á fyrirtækjamarkaði, eins og kemur fram í tlkynningu.

Björgvin Arnar er með diplóma í kerfisfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Björgvin kemur aftur til OK eftir tíu ára fjarveru en hann starfaði hjá Opnum kerfum sem tæknimaður og ráðgjafi á árunum 1999-2013. Þá stofnaði hann eigið ráðgjafafyrirtæki og vann síðan sem kerfisstjóri hjá RARIK.

Ingveldur hefur mikla reynslu á sviði upplýsingatækni. Hún var þjónustustjóri hjá Hátækni frá 2001 til 2013. Hún hóf störf hjá OK árið 2014 og var áður forstöðumaður verkstæðis- og ábyrgðarþjónustu.

Gísli er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík, BA í sagnfræði og próf í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands. Hann starfaði lengi vel sem blaðamaður á Morgunblaðinu og var síðar upplýsingafulltrúi hjá Vodafone. Hann hefur einnig starfað sem markaðsstjóri hjá Matís og Origo.

„Við erum í mikilli sókn og það er spennandi að fá Ingveldi, Björgvin Arnar og Gísla til liðs við okkur á þessum mikilvæga tímapunkti. Þau búa yfir mikilli sérþekkingu og reynslu sem mun styrkja OK í þeirri vegferð að bæta þjónustu okkar og auka skilvirkni þannig að við getum veitt viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu og stuðlað að áframhaldandi vexti OK. Við erum staðráðin í að efla fyrirtækið enn frekar og með sterku samstarfi og skýrum markmiðum erum við tilbúin að takast á við nýjar áskoranir og tryggja áframhaldandi vöxt og árangur,segir Gunnar Zoéga, forstjóri OK.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna