fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
EyjanFastir pennar

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar

Eyjan
Föstudaginn 13. desember 2024 06:00

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mynd: Kári Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum koma fram á sjónarsviðið manneskjur sem virðast hafa dottið af himnum ofan, já ofurlítið eins og þær séu sjálfsprottnar. Þær skera sig úr fjöldanum.

Óvanalegar, stundum fyrir útlitssakir en ekki síst fyrir afgerandi sjálfstæði, getu og sérstakleika. Fasið er gjarnan sérkennum bundið, látbragðið nýtt og einkennandi. Slíkt fólk býr gjarnan yfir margvíslegum hæfileikum sem ekki er hægt að njörva niður í það fyrirframsniðna og gjörþekkta. Engir merkimiðar passa á slíkt fólk en í því er einmitt galdurinn falinn.

Slík manneskja er Bríet Ísis Elfar.

Hér les Steinunn Ólína okkur Pistilinn:

föstudagspistillinn
play-sharp-fill

föstudagspistillinn

Listakona sem hefur sýnt að hún hefur skýra sýn á það hverju hún vill deila með öðrum og hvernig. Hún gerir það nefnilega ekki eins og neinn annar. Hún gerir það eins og hún sjálf.

Bríet hermir ekki eftir, hún býr til frá grunni. Hún leitar fanga í sínum eigin brunni og gerir það sem hún finnur að sínu, ekki til að þóknast einum eða neinum. Hún hefur sjálfstæða sýn, hefur frá einhverju að segja og gerir það á sinn persónulega hátt.

Það sem mér finnst makalausast er að hún hefur sjálfstrúna og vissuna til að hrinda draumum sínum í framkvæmd. Hvergi hrædd. Hún býr yfir hyldjúpu öryggi svo ung.

Það sem er raunverulega frumlegt er vitanlega framandi en ekkert er meira spennandi en þegar einhver gerir eitthvað makalaust og vekur aðra af værum blundi. Það er þá sem við eigum að halda niðri í okkur andanum, njóta samverunnar og þakka fyrir að fá að verða vitni að listagyðjunni í erkitýpískum skilningi að störfum. Þar sem svo eðlislæg og frumleg tjáning ræður för að allir taka eftir.

Við fáum að njóta og það er því líka okkar hlutverk að hlúa að henni.

Lögin hennar Bríetar eru söguljóð úr hennar heimi og hugarfylgsnum. Röddin sem er ákaflega falleg ratar inn í hjartað umfram aðra vegna þess að hún hefur erindi, er hlý og örlát. Hún fer svo með sinn eigin skáldskap sem henni sýnist best á sinn eðlislæga hátt. Hún eignar sér tungumálið sem hún beygir undir sig að vild.

Auðvitað má gagnrýna hana en gagnrýni hefur bara engin áhrif á þá sem vita á hvaða vegferð þeir eru og hafa öryggið til að fylgja þeirri leið.

Bríeti verður aldrei hægt að temja eða fága eftir reglum annarra enda kveikti hún bálið sitt sjálf. Eldur hennar logar glatt. Slíkur eldur logar um eilífð á meðan aðrir minni verða að ösku.

Hugsanlega er Bríet að færa okkur eitthvað annað og meira. Annað og meira en orð og tóna.

Að ekkert er fegurri vitnisburður um heilbrigði en manneskja sem lætur drauma sína rætast, þorir að fara sínar eigin skapandi leiðir, fullviss um að það sé hlutverk hennar á jörðinni að láta á það reyna. Ekki fyrir aðra, heldur sig! Hvað annað? Slík manneskja efast aldrei um að aðeins á þann hátt er lífinu lifað til fulls.

Kannski er hún komin hingað til okkar til að minna okkur á að ekkert er verðmætara í lífinu en að varðveita það sérstaka og einstaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Gervistéttarfélagið „Vanvirðing“ er aðför að öllu launafólki á Íslandi

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Gervistéttarfélagið „Vanvirðing“ er aðför að öllu launafólki á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Thomas Möller skrifar: Dugleg þjóð í norðri

Thomas Möller skrifar: Dugleg þjóð í norðri
EyjanFastir pennar
18.01.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
EyjanFastir pennar
18.01.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Hide picture