Bjarni Benediktsson forsætisráðherra heldur að það muni reynast Íslendingum erfitt að hafa Sjálfstæðisflokkinn ekki í ríkisstjórn, en útlit er fyrir að Flokkur fólksins, Viðreisn og Samfylkingin séu nú að fara að mynda nýja stjórn, hvað og hverju? Bjarni ræddi við fréttamann Stöðvar 2 eftir ríkisstjórnarfund sem gæti verið sá seinasti hjá starfsstjórninni.
Orðið á götunni er að ríkisstjórn gæti verið mynduð fyrir helgi. Verði það að veruleika mun Bjarni missa af því enn einu sinni að flytja áramótaávarp sem forsætisráðherra. Hann segir þó í samtali við fréttamann að stjórnarsáttmáli hafi ekki verið undirritaður enn svo allt geti í raun gerst. En ef ríkisstjórn verður mynduð um helgina þá ætlar Bjarni bara að einbeita sér að jólunum og mæta svo ferskur í stjórnarandstöðu á nýju ári. Það gæti verið skemmtilegt verkefni að halda nýrri ríkisstjórn við efnið.
Hann segir þó að fólk muni sakna hans og Sjálfstæðisflokks.
„Ég held að landsmenn verði miður sín að hafa ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Ég get rétt ímyndað mér að það verði erfitt fyrir marga.“