fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala sínu máli – gleymdi því að hann er í pólitík

Eyjan
Föstudaginn 13. desember 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnmálaflokkarnir hafa misst tengslin við fólkið í landinu vegna þess að ríkið hefur nær alfarið tekið að sér að fjármagna starfsemi þeirra og því þurfa þeir ekki að tala við fólkið og fyrirtækin eins og áður. Aðeins þarf 2,5 prósent atkvæða til að tryggja sér tugi milljóna á ári í styrk frá ríkinu og það gæti verið ein ástæða þess að flokkum hefur fjölga svo sem raun ber vitni. Sjálfstæðisflokkurinn gleymdi því á langri ríkisstjórnarsetu að flokkurinn er í pólitík. Brynjar Níelsson er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hér má hlusta á brot úr þættinum:

Eyjan - Brynjar Nielsson - 3
play-sharp-fill

Eyjan - Brynjar Nielsson - 3

„Þú mátt aldrei gleyma að vera í pólitík þó að þú sért í ríkisstjórn. Því held ég að menn hafi gleymt og verið alltaf í einhverjum málamiðlunum, eðlilega, en aldrei talað fyrir sínu máli. Svo koma bara aðrir flokkar hérna og segja: Ja, ég get alveg átt einhverja samleið þarna alveg eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Kannski er bara umhverfið þannig að flokkar eru fleiri og við kannski búnir að búa það til með því hvernig við fjármögnum þetta,“ segir Brynjar.

Ég held að það sé ein ástæða fyrir því að það er breytt flokkalandslag.

„Það voru nú ekki allir í hressir með þetta þegar þessu var breytt, það var m.a. Óli Björn Kárason sem reitti hár sitt. En menn sögðu á móti: Þú getur ekki bannað mönnum að sækja og safna peningum og haft þá ekki ríkisframlag, það verður ekki bæði sleppt og haldið.“

Og það má kannski færa rök fyrir því að hitt sé ekki fullkomið heldur vegna þess að flokkar sem standa fyrir mismunandi hluti þeir hafa mismunandi góða möguleika á að sækja sér fjármagn. En það var einn forystumaður í Sjálfstæðisflokknum sem sagði við mig ekki alls fyrir löngu, hann sagði: Þetta var alveg afleitt þegar þessi ríkisfjármögnun stjórnmálanna var tekin upp vegna þess að fyrir þann tíma þá þurftu sjálfstæðismenn, þá þurfti Sjálfstæðisflokkurinn að fara og tala við t.d. bara fólkið í landinu, fyrirtækin í landinu, þeir þurftu að tala við atvinnulífið vegna þess að þangað þurfti hann að sækja peningana. Nú þarf hann ekki að gera það og nú hlustar hann ekki á atvinnulífið.

„Þess vegna minnka þessi tengsl. Þetta er ekki lengur orðin svona frjáls félagasamtök heldur bara ríkisbatterí. Og þetta held ég, eins og ég held að Óli Björn hafi bara bent á á sínum tíma þegar þetta var til umræðu innan flokksins, það voru miklar deilur um þetta, að þetta yrðu auðvitað bara þróunin. Og þetta er held ég stór þáttur í því að menn stofna jafnvel flokka bara í kringum sjálfa sig. Þú þarft ekki að ná nema einhverjum 2,5 prósentum þá ertu bara kominn með vinnu, tekjur upp á 25 milljónir á ári. Ég get alveg lifað af því. Svo fjármagnar Sósíalistaflokkurinn Samstöðina með vaxtalausum lánum, sem er auðvitað bara gjöf. Þetta er allt fjármagnað úr ríkissjóði.“

En það er ekkert sem bannar þetta?

„Nei, en einhver myndi segja að þetta væri spilling, ef þetta væri Sjálfstæðisflokkurinn, alla vega.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Hide picture