fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Eyjan
Miðvikudaginn 11. desember 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson heldur væntanlega áfram sem formaður Sjálfstæðisflokksins en næsti formaður þarf svo helst að koma annars staðar frá en úr ráðherraliði eða þingflokki flokksins. Þar koma m.a. til greina Halldór Benjamín Þorbergsson og Ásdís Kristjánsdóttir, sem bæði gætu orðið foringjar. Núverandi forystu hefur mistekist að halda utan um flokkinn og trosnað hefur upp úr öllu. Viðreisn hefði aldrei þurft að verða til og mistök voru að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið sínum tíma. Brynjar Níelsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hér má hlusta á brot úr þættinum:

Eyjan - Brynjar Nielsson - 1
play-sharp-fill

Eyjan - Brynjar Nielsson - 1

„Ég hef alltaf verið mikill fjórflokksmaður,“ segir Brynjar. „Það voru mikil mistök að Viðreisn varð til, í mínum huga,“ bætir hann við og segir Viðreisn nú farna langt frá Sjálfstæðisflokknum og vera algerlega sjálfstæðan flokk í dag.

„Svo klofnar Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum, hálfklofnar á Húsavík og utanumhaldið hjá okkur hefur ekki tekist sem skyldi.“

Verður það ekki að skrifast á flokksforystuna?

„Jú, jú, það verður auðvitað að skrifast á flokksforystuna. Þetta var mjög vont og þetta varð ekki til að bæta stöðuna. Svo verður togstreita á milli manna, það hefur verið allt of mikil barátta innbyrðis í flokknum, það hefur skaðað, sérstaklega hérna á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjavík.“

En nú var því afstýrt fyrir þessar kosningar …

„Já, fyrir þessar kosningar, það má kannski kalla það varnarsigurinn. En þetta hefur verið svolítið vesen hjá okkur. Við höfum ekki náð einhvern veginn að halda utan um þetta og ekki stigið nógu fljótt inn í – látið hlutina gerast. Þetta þurfti ekki að gerast í upphafi með Viðreisn. Af hverju var ekki þjóðinni bara leyft að ákveða hvort hún færi inn í þetta samband eða ekki?“

Já, af hverju ekki? Hefurðu svarið?

„Nei, ég skil þetta ekki. Ég hef verið á málþingum og flokksþingum og allt svona og við erum ekki sammála innbyrðis um einstök mál, það hefur aldrei verið í flokknum.“

Nei, nei, það þekki ég frá gamalli tíð.

„Við vorum samt einhvers konar regnhlíf um atvinnufrelsi, einstaklingsfrelsi og við vissum að öflugt atvinnulíf var mesta velferðardæmið af öllu og það væri forsenda framþróunar, og eignarrétturinn. Svo einhvern veginn trosnar upp úr öllu hjá okkur og Sjálfstæðisflokkurinn er þess vegna næstum tvöfalt minni en hann var oft. En auðvitað er breytt umhverfi. Það er ekkert í boði núna að vera með þrjátíu og eitthvað prósent eða fjörutíu prósent. Sumir segja að við getum bara vel við unað.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify. Brynjar segir Sjálfstæðisflokkinn engan einkarétt hafa á sjálfstæðisstefnunni, flokkurinn verði bara að standa sig. Hann segist ekki telja ólíklegt að Bjarni Benediktsson muni kjósa að halda áfram sem formaður flokksins og bjóði sig fram að nýju á landsfundinum sem verður um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári.

„Ég horfði á kraftinn á honum í þessari kosningabaráttu, hvernig hann kom fram í fjölmiðlum, þetta var ekki maður sem ég upplifði að væri að hætta.“

Áttu þér óskaformann, ákveði Bjarni að hætta?

„Nei, kannski ekki einhvern óskaformann. Ég held að það sé ágætt fyrir flokkinn að fara aðeins út fyrir ráðherrahópinn, út fyrir þingflokkinn, fá einhvern sem hefur reynslu og þekkingu.“

Ertu þá að hugsa um atvinnulífið? Ertu að hugsa um sveitarstjórnarmálin?

„Gæti bæði komið úr atvinnulífinu og sveitarstjórnum. Einhver sem gæti verið leiðtogi. Við þurfum svolítið, aðeins nýtt blóð inn í forystuna. Ein þeir eru auðvitað ekkert á hverju strái, slíkir formenn.“

Það er heldur ekkert ávísun á það, þó að fólk blómstri í atvinnulífinu, að það blómstri í stjórnmálunum.

„Nei, af og frá. Við þurfum einhvern sem getur haldið utan um flokkinn.“

Þú ert með einhvern í huga!

Brynjar hlær og kveður nei við. Heldur svo áfram: „Ég hef svolítið horft til Halldórs Benjamíns vegna þess að hann er svolítið öðruvísi. Hann er vanur að stjórna stórum hópi. Hann hefur svona öðruvísi ásjónu, er t.d. ógreiddur.“

Já, ógreiddur og sumir myndu segja óklipptur …

„Já, skynsamur maður, greinilega, en vill hann fara úr fínu starfi til að láta drulla yfir sig alla daga, maður spyr sig.“

Oft hefur verið sagt að það sé flókið fyrir stjórnmálaflokk, og fyrir formann í stjórnmálaflokki, ef formaðurinn er ekki á þingi.

„Já, já, það getur verið mjög snúið, en ef maður fengi slíkan mann bara fyrst í framboð þá … Ég hef líka horft til Ásdísar Kristjánsdóttur í Kópavogi sem ég held að hafi bara gert mjög gott mót þar, eins og sagt er, öflug kona sem kann að stjórna, kann að leiða, óhrædd. Það er kjarkur í henni, hún er hugrökk.“

Þau voru nú svona tvíeyki hjá Samtökum atvinnulífsins.

„Þau voru það og það er gífurleg reynsla að reka slík samtök og þetta er fólk sem veit hvernig verðmæti verða til. Vandamálið er að þegar maður talar fyrir atvinnulífinu er maður alltaf sakaður um sérhagsmuni, þetta er erfið tilvera hjá manni. Ég segi: Atvinnulífið er stærsta velferðarmálið, þú verður að átta þig á því, en það er eins og það sé einhver pólitísk ákvörðun í stjórnarráðinu hversu mikil velferð er, en það er ekki þannig. Það verður að skapa verðmæti til að standa undir velferðinni og þetta snýst allt um velferð okkar allra. Hvað skapar velferðina. Það er öflugt atvinnulíf þannig að reynsla í því held ég að sé mjög mikilvæg. Við getum ekki bara haft einhverja kennara og lögfræðinga og lækna, allt mikilvægir hlekkir en þingið er að verða bara nýr starfsvettvangur opinberra starfsmanna. Þ:að held ég að sé ekki mjög góð þróun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra
Hide picture