Píratar eru á leið í pólitíska útlegð af Alþingi en flokkurinn uppskar aðeins um 3,0% fylgi í kosningunum. Sömu örlög bíða Vinstri Grænna sem guldu enn meira afhroð með um 2,4% fylgi.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, brást við tíðindunum í færslu á Facebook-síðu sinni.
„Þannig fór um sjóferð þá. Píratar dottnir út ad þingi og niðurstaðan langt frá væntingum. Þetta eru mikil og djúp vonbrigði. Það hafa verið forréttindi að sitja á Alþingi og einn daginn geri ég það upp en ekki í dag,“ skrifaði Þórhildur Sunna.
Sagðist hún vera þakklát öllum sem kusu Pírata sem og starfsfólkinu, sjálfboðaliðunum og samstarfsfólkinu sem að hennar sögn lagði nótt við nýtan dag í baráttunni.
„Þið eruð frábær, takk fyrir mig,“ sagði Þórhildur Sunna.