fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Eyjan
Sunnudaginn 1. desember 2024 09:35

Gunnar Smári Egilsson, Mynd: Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að Sósíalistaflokkur Íslands nær ekki yfir 5% þröskuldinn, aðrar kosningarnar í röð, og nær þar með ekki mönnum inn á þing. Eins og staðan er núna að morgni dags er flokkurinn með 3,7% fylgi sem verður að teljast mikil vonbrigði eftir að hafa mælst með um og yfir 6% fylgi í fjölmörgum skoðanakönnunum.

Einn af foringjum Sósíalista, Gunnar Smári Egilsson, gerði þröskuldinn háa að umtalsefni í færslu á samfélagsmiðla í nótt en ljóst er að hann þýðir að um 10% atkvæða sem greidd voru falla niður dauð.

„Eins og staðan er núna færir 5% þröskuldurinn fjóra þingmenn frá Sósíalistum, Pírötum og Vg til annarra flokka. Án þessa þröskulds myndu Sósíalistar fá tvo þingmenn og Píratar og Vg sitthvorn. Þessir þingmenn færast yfir á Sjálfstæðisflokk, Miðflokk, Flokk fólksins og Samfylkinguna. Það má spyrja hvort þetta séu jákvæð áhrif á þingið, að taka þessa fjóra þingmenn af kjósendum þriggja flokka og færa til annarra flokka,“ skrifar Gunnar Smári ósáttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi