Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, rýnir í kosningaúrslitin og setur fram 11 helstu atriðin sem standa upp úr að hans mati.
Hann bendir á að með falli VG af þingi eigi í fyrsta skipti síðan 1937 vinstri sósíalistar ekki fulltrúa á Alþingi.
Hann segir örlög Pírata, sem einnig féllu af þingi, dæmigerð fyrir örlög nýrra flokka í sögunni. Punkta Baldurs um kosningarnar eru eftirfarandi:
„1 Einn af fjórflokkunum dettur út af þingi. Vinstri sósíalistar eiga í fyrsta skipti frá 1937 ekki fulltrúa á Alþingi.
Ákvörðun flokksins að ganga aftur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningarnar 2021 og ná lítil sem engu af stefnumálum sínum fram skiptir hér mestu sem og að flokkurinn var orðið hluti af valdaelítu landsins og skeytti litlu um kjarnafylgið.
2 Einstaklega gott gengi nýrra flokka sem myndaðir hafa verið á síðasta áratug. Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn fá tæplega 42 prósent akvæða. Þetta er skýrt ákall kjósenda um breytingar.
3 Fylgishrun Framsóknarflokksins annars af valdaflokkum Íslands sem fær einungis 7,8 prósent.
4 Sögulegur ósigur Sjálfstæðisflokksins sem fær sína verstu kosningu rétt eins og Framsókn. Flokkurinn fékk einungis 19,4 prósent.
5 Flokkur fólksins er í lykilstöðu við stjórnarmyndun. Hann hefur með málefnaáherslum sínum náð að höfða til kjósendahóps sem að öllu jöfnu jafnaðarmenn og vinstri sósíalistar ættu að ná til.
6 Afhroð ríkisstjórnarinnar.
7 Afhroð fjórflokksins sem fær minna fylgi en nokkru sinni.
8 Endurkoma Samfylkingar eftir langa eyðimerkugöngu.
9 Sterk staða Viðreisnar – fjálslynds flokks hægra megin við miðju.
10 Miðflokkurinn styrkir verulega stöðu sína og hefur með málflutningi sínum haft áhrif á stefnur fjölda flokka.
11 Píatar detta út af þingi eins og raunin hefur verið með alla nýja flokka í sögunni – enginn þeirra hefur lifað lengir en fjórar kosningar í röð.“