fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Eyjan

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 6. desember 2024 15:37

Frosti Logason Mynd/Baldur Kristjánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Logason fjölmiðlamaður og eigandi Brotkast hefur ekki mikla trú á að Valkyrjustjórnin verði að veruleika. Eins og alþjóð veit hafa for­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins, fundað síðan á þriðjudag og hafa viðræður gengið vel að þeirra sögn.

„Eins og ég sagði á þriðjudaginn þá er þetta eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit.“

Segir hann minna þetta á þegar Gísli Marteinn Baldursson og Hanna Birna Kristjánsdóttir fóru á sjúkrabeð Ólafs F. Magnússonar og báðu hann að mynda stjórn með sér og hafi lofað að gera hann að borgarstjóra. „Svo stungu þau hann í bakið nokkrum mánuðum seinna og mynduðu stjórn með Birni Inga.“

„Ég fæ svona smá á tilfinninguna þegar ég sé þær Valkyrjurnar þrjár saman, með hana Ingu Sæland. Ég veit að eftir hlátur kemur grátur. Inga Sæland er glaðhlakkaleg, svo þegar hún fær rýtinginn í bakið í næstu viku þegar Þorgerður og Kristrún segja „Sorrí þetta gengur ekki upp við verðum að mynda stjórn með öðrum“. Þá verður Inga alveg brjáluð, hún mun bæði gráta, öskra.

Segir hann Ólaf F. allar götur síðan hafa talið um skítapakkið sem stakk hann í bakið og Inga muni verða eins. Segir hann líka vilja hjá Valkyrjunum þremur að mynda fyrstu ríkisstjórnina sem leidd er eingöngu af konum. „Og líka þær hugsa: „Væri ekki frábært hjá okkur að mynda ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er útilokaður?“ Það er svona ákveðið blæti hjá þessu fólki að vilja kenna Sjálfstæðisflokknum um allt sem illa fer og það sé sjálfstætt markmið að halda honum frá stjórn. Og geta montað sig af því að hafa verið fólkið sem gat haldið Sjálfstæðisflokknum utan stjórnar. En er það í sjálfu sér svo göfugt markmið? En ég veit það er eflaust einhver vilji þarna til að þetta gangi upp en ég held að raunveruleikinn eigi eftir að banka upp hjá þeim og leiða til þess að þessi niðurstaða….ég er sammála Smára að það er ólíklegt að þetta takist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Uppnám í Hádegismóum

Orðið á götunni: Uppnám í Hádegismóum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa