Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ætlar sér að nýta desember vel til verka, sem sum eru ekki í forgangi hjá uppteknum ráðherra. Áslaug Arna birti færslu á Instagram fyrr í vikunni þar sem hún segir frá tíu hlutum sem hún ætlar að gera í mánuðinum.
„Að loknum kosningum – 10 hlutir hér að neðan sem ég ætla að gera í desember.
- Sofa
- Starfa í starfsstjórn
- Taka til á skrifstofunni minni í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og pakka öllu í kassa.
- Verja tíma með fjölskyldu og vinum sem ég hef bara hitt undanfarið þegar ég er í kosningaham.
- Kaupa jólagjafir.
- Fylgjast með fréttum af stjórnarmyndunarviðræðum.
- Lesa bækur.
- Undirbúa mig undir næstu mánuði án þess að vita hvernig þeir verða eða hvað þeir bera í skauti sér.
- Kannski taka aðeins til í skápum og á stöðum sem hafa beðið marga mánuði jafnvel ár eftir rólegum dögum í pólitíkinni.
- Njóta.“