fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Eyjan
Fimmtudaginn 5. desember 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir höfðu spáð því að Bjarni Benediktsson, settur matvælaráðherra, í valdalausri starfsstjórn, myndi leyfa sér að gefa út leyfi til hvaladráps eftir að ríkisstjórn hans er fallin og hann situr valdalaus í starfsstjórn enn um sinn. Þessi ákvörðun er svo sem ekki óheimil en hún er augljóst brot á öllum hefðum, venjum og góðum strjórnarháttum vegna verkefna starfsstjórna sem eiga einungis að sinna brýnustu viðfangsefnum eins og því að fá fjárlög afgreidd þannig að útgreiðslur úr ríkissjóði geti farið fram með eðlilegum hætti. Starfsstjórn á alls ekki að blanda sér í umdeild pólitísk mál eins og umrældd útgáfa leyfa til hvaladráps hlýtur að teljast.

Orðið á götunni er að þessi framkoma Bjarna Benediktssonar beri vott um vissa fyrringu, ósvífni og hroka. Ákvörðunin er greinilega tekin í svekkelsiskasti eftir að hafa tapað nýafstöðnum Alþingiskosningum enda kemur flokkur hans ekki til greina við myndun næstu ríkisstjórnar. Hafi það hvarflað að einhverjum að til greina gæti komið að ræða við Sjálfstæðisflokkinn um stjórnarsamstarf þá hlýtur þessi ákvörðun formannsins að hafa gert endanlega og alveg út um þann möguleika. Enginn kærir sig um að vinna með ruddalegum stjórnmálamönnum af þessu tagi.

Það getur ekki verið að um brýna hagsmuni hafi verið að ræða þannig að Hvalur hf. þyrfti jólamánuðinn til undirbúnings hvalveiða næsta sumar. Væntanlega verður ný ríkisstjórn tekin við völdum á Íslandi innn skamms og þá hefði ráðherra matvælamála verið í lófa lagið að afgreiða fyrirliggjandi umsóknir tímanlega og þá hafandi til þess fullt og óumdeilt vald.

Orðið á götunni er að ný ríkisstjórn og nýkjörið Alþingi  geti ekki látið menn komast upp með dónaskap af þessu tagi. Þessi leyfisveiting hlýtur að verða dregin til baka og ógilt strax og ný ríkisstjórn er tekin til starfa. Einhverjir munu benda á að með því geti ríkissjóður bakað sér skaðabótaskyldu vegna kostnaðar sem Hvalur hf. hefði lagt í. Allir þeir sem gera skaðabótakröfur og krefjast bóta verða að sýna fram á og sanna skaða sinn. Ekki verður séð að Hvalur hf. geti sýnt fram á skaða sem félagið yrði fyrir í desember 2024 því hvalveiðar eru ekki stundaðar þá og undirbúningur vegna nætu vertíðar hefst ekki fyrr en seint á komandi vori. Skaðinn er því enginn þó leyfið verði afturkallað á næstu vikum. Enginn skaði – engar skaðabætur.

Hvað Bjarna Benediktssyni gengur til með þessum hrokafulla gjörningi skal ósagt látið. Reyndir stjórnmálamenn geta ekki leyft sér að láta svekkelsi stjórna sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta kostar krónan okkur

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta kostar krónan okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun: Hvern vilt þú sjá sem næsta borgarstjóra Reykjavíkur?

Könnun: Hvern vilt þú sjá sem næsta borgarstjóra Reykjavíkur?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór: Gímaldið er stærðar kjötvinnsla en ekki lítill skúr – hvernig gat þetta gerst?

Guðlaugur Þór: Gímaldið er stærðar kjötvinnsla en ekki lítill skúr – hvernig gat þetta gerst?