fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
EyjanFastir pennar

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. desember 2024 19:30

Gervigreindin er ekki afburða frumleg. Svona sér hún fyrir sér listamann. Mynd: Pixlr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fara erfiðir dagar í hönd hjá listamönnum þjóðarinnar þegar kunngert er um úthlutanir starfslauna. Stór hluti þeirra fyllist vonbrigðum og áhyggjum, það eru þau sem fá höfnun og sjá fram á að geta ekki unnið að listrænu verkefni sínu nema í hjáverkum á næstu misserum. Þau sem eru svo lánsöm að hljóta starfslaun þurfa hins vegar að sitja undir ákúrum almennings, þ.e.a.s. virkra í samfélagsmiðlaumræðu, um að vera afætur.

Nú er það svo að stór hluti af gagnrýni á stjórnvöld almennt lýtur að kröfum um aukin ríkisútgjöld. Fólki finnst að ríkisvaldið eigi að fjármagna margt og mikið og yfirleitt að leggja betur í en áður. Oft eru þetta réttmætar kröfur.

En þegar kemur að styrkjum til lista og menningar er eins og mjög stór hluti þjóðarinnar breytist í ýtrustu frjálshyggjumenn. Listaverk sem ekki stendur undir sér á markaði er einskis virði að þeirra mati. Listamenn sem eru ekki nógu vinsælir til að lifa af sölu eru einskis virði.

Rétt er að minna á að á Íslandi búa innan við 400 þúsund manneskjur. Að sjá fyrir sér með sölu listrænna afurða sinna á markaðssvæði af slíkri stærð er vonlaust. En er heppilegt að skattpeningar séu nýttir til að stuðla að því að list sem ekki nýtur ofsavinsælda en hefur menningargildi sé sköpuð? Svo tel ég vera.

Sú fjárhæð sem varið er til listamannalauna árlega er innan við einn milljaður. Til allra listamannalauna, til launa hönnuða, myndlistarmanna, rithöfunda, leikhúsfólks og tónlistarfólks. Að þessu sinni fékk 251 listamaður einhver starfslaun, allt frá þremur mánuðum upp í 12 mánuði. Greiðslan er 560 þúsund krónur á mánuði. Um er að ræða verktakagreiðslu og af henni þurfa listamennirnir að greiða skatta og launatengd gjöld. Eftir standa 380 þúsund krónur  sem eru hin eiginlegu starfslaun. Það er því í raun alveg sama hvaða öðru starfi viðkomandi listamenn myndu gegna í stað listastarfa, launin væru alltaf hærri.

Ég er þakklátur fólki sem skapar list fyrir samfélagið á þessum launum. Meðal þeirra eru margir rithöfundar sem ég les mikið. Bækur þeirra seljast ekki í bílförmum en eru dýrmætar fyrir þróun og viðhald tungumálsins, fyrir utan að veita okkur dýrmæta innsýn í veruleika mannsins.

Ýtrasta frjálshyggjufólkinu er kannski alveg sama um hvort skrifaðar eru bækur, samin tónlist og leiksýningar færðar upp. Það styttist líka í að gervigreind geti skrifað ofan í okkur sögur og samið fyrir okkur tónlist. Við sem teljum okkur bera skynbragð á list vitum að gervigreind mun aldrei getað skapað alvöru list. En við gætum setið upp með samfélag þar sem meirihlutinn gerir engan greinarmun á klisjum gervigreindar og sannri list. Samfélag án listar er ekki samfélag sem mig langar til að búa í.

Fátt myndi gleðja mig meira en að framlag til starfslauna listamanna yrði tvöfaldað. Það myndi skila sér í enn fleiri listaverkum sem auðga líf okkur og umfram allt færa okkur sjálfsskilning. Fjármunum vel varið, segi ég.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
EyjanFastir pennar
24.11.2024

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
EyjanFastir pennar
16.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður
EyjanFastir pennar
14.11.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ
EyjanFastir pennar
08.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?
EyjanFastir pennar
07.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn