Þetta segir Birgir í samtali við Morgunblaðið í dag en eins og kunnugt er tilkynnti Þórður Snær, fyrir kosningar, að hann myndi ekki taka sæti á þingi ef hann næði kjöri. Það gerðist eftir að gömul skrif hans undir dulnefni á bloggsíðu voru gerð opinber.
„Mér sýnist að Þórður Snær geti ekki afsalað sér þingmennsku fyrr en eftir að kosning hans hefur verið staðfest með atkvæðagreiðslu á Alþingi á fyrsta þingfundi, en þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til,“ segir Birgir við Morgunblaðið.
Hann segir að í málsmeðferðarreglum sé það þannig að yfirkjörstjórn kjördæmisins og landskjörstjórn geti ekki annað en skilað af sér þeim úrslitum kosninga sem réttastar eru.
„Ekki er hægt að taka tillit til almennra yfirlýsinga heldur eru það kosningaúrslitin sem ráða og það ber að skila niðurstöðum í samræmi við það,“ segir Birgir við Morgunblaðið.
Bætir hann við að Þórður Snær geti skilað bréfi til forseta Alþingis þar sem hann segir af sér og varamaður hans tekur sætið. Sigmundur Ernir Rúnarsson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi þingmaður, mun taka sæti Þórðar Snæs.