Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Reikna má með að Halla muni veita Kristrúnu stjórnarmyndunarumboð en forsetinn fundaði með forystumönnum þeirra flokka sem náðu kjöri á Alþingi í kosningunum á laugardag.
Samfylkingin var stærsti flokkurinn eftir kosningarnar með 20,8% atkvæða og alls 15 þingmenn kjörna. Fari svo að Kristrún fái umboðið eru taldar líkur á því að hún gangi til viðræðna við Viðreisn og Flokk fólksins um myndun nýrrar ríkisstjórnar sem hefði samtals 36 þingmenn.