Þegar fyrstu tölur hafa borist úr öllum kjördæmum þá bendir allt til að um 10-11% atkvæða falli niður dauð, það er að segja falli í skaut flokka sem ná ekki kjöri á Alþingi. Sósíalistaflokkurinn (3,8%), Píratar (2,6%), Vinstri Grænir (2,3%) og Lýðræðisflokkurinn (1,1%) virðast ekki vera að ná inn á þing að þessu sinni.
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, benti á þetta á kosningavöku RÚV. Sagði hann að metið í fjölda dauðra atkvæða var sett í kosningunum 2013 þegar dauð atkvæði voru um 12%. Að jafnaði væri þó fjöldi dauðra atkvæða um 2-5% í kosningum.