fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Eyjan
Sunnudaginn 1. desember 2024 06:00

Ole Anton Bieltvedt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur margoft komið í ljós í umræðu og skrifum að þingmenn og ráðherrar hér, jafnvel forsætisráðherra, vita harla lítið um ESB og evru og misskilja margt af því sem þeir vita þó eitthvað – en harla lítið – um.

Ég sé því ástæðu til að lista upp helztu spurningar og svör um mögulega ESB-aðild okkar Íslendinga:

Eru helztu ríkin í ESB stór, fjölmenn og háþróuð iðnríki – pössum við ekki þar inn?

Það er langt í frá að öll aðildarríkin séu háþróuð iðnríki, hvað þá þéttbýl eða stór samfélög. Eftirfarandi aðildarríki er öll lítil, sum svipuð og við eða litlu stærri, og langt frá því að vera háþróuð, stór iðnríki. T.a.m. þessi: Eistland, Kýpur, Lettland, Lúxemborg, Malta, Slóvenía. Allt lítil ríki með margvíslegan atvinnurekstur, að hluta til svipaðan og við, eins og t.a.m. Malta.

Er ESB tollabandalag lítils hluta (5%) mannkyns?

Þegar markaðs- eða tollabandalög eru mæld og ávinningur við þátttöku í þeim metinn gildir auðvitað ekki mannfjöldi heldur stærð markaðarins. ESB stendur fyrir 14% af heimsviðskiptunum, auk þess sem ESB er með fríverzlunarsamninga við Japan, Suður-Kóreu og Kanada. Í gegnum EES-samninginn höfum við þó ekki aðgang að þessum fríverzlunarsamningum.

Þetta þýðir að fullgilt ESB-aðildarríki, Ísland, ef við værum með, hefðum frjálsan, ótakmarkaðan og mest tollfrjálsan aðgang að 20% af heimsmarkaðinum, eins og staðan er nú, en ESB er líka langt komið í samningaumleitunum við Indland, Indónesíu og MERCOSUR ( Brasilíu,  Argentínu o.fl.) um fríverzlun. Þarna er  risamarkaður í uppsiglingu.

Hvert mannsbarn ætti að skilja hversu ómetanlegur frjáls, óheftur og tollfrjáls aðgangur að þessum risamarkaði væri.

Gilda lög ESB í öllum aðildarríkjunum og ganga þau fyrir lögum þjóðþinga heimamanna? 

ESB er tolla- og markaðsbandalag, þar sem 30 þjóðir, 27 ESB-lönd og svo Noregur, Lichtenstein og Ísland koma saman á sameiginlegum frjálsum og mest tolllausum markaði.

Til að þessir 30 aðilar geti keppt á grundvelli sömu reglna, skilmála og laga, setið við sama borð, verða skilyrðin – reglur og lög fyrir þátttöku, leikreglur – að vera þau sömu. Öll ríkin 30, stór og smá, verða að sætta sig við þessar sömu leikreglur. Annars myndi þessi stóri, sameiginlegi markaður ekki virka.

Önnur reglugerða- og lagasetning er hins vegar á allan hátt í höndum aðildarríkjanna sjálfra. Þjóðþinga þeirra. ESB kemur þar hvergi nálægt.

Myndi evran henta Íslandi illa?

Ég nefndi í byrjun 6 minni ríki sem eru mjög ólík hvað varðar innviði og hagkerfi, Eistland, Kýpur, Lettland, Lúxemborg, Möltu og Slóveníu, sem öll sóttu það fast að fá evru, og njóta hennar nú.

Nefna má líka 6 önnur smáríki, sem hafa allt aðra þjóðfélagsgerð og sóttu það fast á sínum tíma, að fá að nota evru, þó að þau hefðu ekki fengið inngöngu í ESB; Svartfjallaland, Kosóvó, Vatíkanið, Monakó, Andorra og San Marinó.

Evran tryggir öllum þessum gjörólíku löndum efnahagslegan stöðugleika og veitir þeim traustan grunn fyrir þeirra efnahagslegu uppbyggingu og framsókn, auk allra lægstu vaxta á lánsfé, sem aftur örvar fjárfestingu og efnahagslega framþróun og stóreykur velferð. Evran myndi henta Íslandi líka,100%.

Er flókið eða tímafrekt fyrir ESB-aðildarþjóð að yfirgefa, ganga úr, ríkjasambandinu?

Aðildarríki getur yfirgefið ríkjasambandið nánast með einnar línu einhliða tilkynningu og þá strax. Hins vegar myndi þá öll aðstaða og réttindi, aðgangur að ESB, falla úr gildi samstundis líka.

Ástæða þess að Bretland lenti í miklum erfiðleikum við að komast út úr ESB var ekki tæknilegir uppsagnar- eða útgönguörðugleikar, heldur sú staðreynd að Bretar vildu halda margvíslegum réttindum og fríðindum þó þeir væru að ganga út, sem auðvitað gekk ekki upp. Réttindi án skuldbindinga er auðvitað óþekkt fyrirbrigði en það tók Boris Johnson og félaga nokkurn tíma að skilja það.

Hverju myndi full ESB-aðild breyta fyrir okkur um áhrif og völd innan sambandsins?

Jafn ótrúlegt og það er undirrituðum við EES-samninginn fyrir um 30 árum á grundvelli þess að við yrðum að móttaka og fylgja öllum ákvörðunum og stefnumótun ESB, taka upp reglugerðir og lög á sviði markaðs- og samkeppnismála, án þess að hafa nokkra aðkomu að mótun þessara ákvarðana og stefnumótunar, án nokkurrar setu við borðið. Þegjandi og hljóðalaust skuldbundum við okkur til að hlusta, hlýða og fylgja. Ótrúlegt.

Með fullri aðild, myndum við fá einn, okkar eigin, kommissar, ráðherra, öll ríkin hafa bara einn, líka þau stóru, við myndum fá 6 þingmenn á Evrópuþingið og okkar eigin fulltrúa í allar nefndir og öll ráð.

Það sem enn meira er, við myndum fá fullt og óskorað neitunarvald gagnvart öllum stærri málum, samningum, ákvörðunum og nýrri lagasetningu, en lýðræðið er á svo háu stigi í ESB að um öll stærri mál verður að gilda samstaða og samkomulag allra aðildarríkjanna til að þau taki gildi og nái fram að ganga.

Full aðild myndi gjörbreyta stöðu okkar, áhrifum og möguleikum innan ESB. Fulltrúar annarra smáríkja, eins og Lúxemborg og Möltu, hafa komizt þar til æðstu valda. Í dag er fulltrúi Möltu forseti Evrópuþingsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi