fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Eyjan
Laugardaginn 9. nóvember 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega lést í Bandaríkjunum gamall skólabróðir minn, jafnaldri og vinur, Hjalti J. Guðmundsson. Hann fór til náms í Ameríku tæplega tvítugur og ílentist. Við skiptumst á skeytum og bréfum í fjölmörg ár. Hann var hægri sinnaður og fylgdi Trump að málum. Mér fannst gaman að skoða Trump-áróðurinn sem Hjalti sendi til mín og lesa skoðanir hans á amerískri pólitík. Hann veitti mér innsýn í stjórnmálaheim sem var mér framandi. Ég fór að skilja betur persónufylgi Trumps og aðdáun fylgismanna á honum.

Lífleg umræða var um nýafstaðnar forsetakosningar í Bandaríkjunum í íslenskum fjölmiðlum. Fjölmargir svokallaðir sérfræðingar eða álitsgjafar um bandarísk stjórnmál voru dregnir fram í fjölmiðlum enda virtist framboðið ótakmarkað. Þessir spekingar voru þó keimlíkir og hallir undir Demókrata. Þeir óskuðu þess innilega að Kamala ynni og Trump kallinum fundu þeir allt til foráttu. Hún var nútíma Jóhanna af Örk í baráttu við myrkraöflin.

Í daglegum þáttum um kosningarnar fundu þeir venjulega einhver ný jákvæð teikn á lofti fyrir framboð hennar. Konur og fólk frá Suður-Ameríku ætluðu ekki að kjósa Trump. Framlög í kosningasjóði hennar náðu nýjum hæðum. Hún hlaut að vinna.

Enginn virtist hafa minnsta nasaþef af skoðunum Hjalta vinar míns og skoðanabræðra hans í djúpríki amerískra stjórnmála. Menn horfðu á Bandaríkin með skandinavísk frjálslyndisgleraugu á nefinu og höfðu litlar forsendur til að skilja hvað var að gerast. Þegar upp var staðið féllu þessir sérfræðingar allir á prófinu. Þeir unnu útfrá þröngum forsendum og óskhyggju sem giltu ekki þegar talið var upp úr kjörkössunum. Trump kallinn malaði þessar kosningar og Kamala blessunin átti aldrei möguleika á sigri. Allt tal um hnífjafnar kosningar og spennandi talningu reyndist blekking aldarinnar.

Íslenskir fjölmiðlar skilgreina hugtakið sérfræðingur af frjálslyndi og jákvæðni. Hafi menn fengið sér Big Mac í Disney World, spilað golf í Orlando og villst í Central Park eru þeir orðnir sérfræðingar í bandarískum stjórnmálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin
EyjanFastir pennar
06.10.2024

Björn Jón skrifar – Fjölmiðlamálið og eyðilegging stjórnmálanna

Björn Jón skrifar – Fjölmiðlamálið og eyðilegging stjórnmálanna
EyjanFastir pennar
05.10.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískustu ummæli aldarinnar á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískustu ummæli aldarinnar á Íslandi
EyjanFastir pennar
04.10.2024

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd!): Nei, nú hættum við að láta plata okkur!

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd!): Nei, nú hættum við að láta plata okkur!
EyjanFastir pennar
28.09.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Klofningurinn á hægri væng íslenskra stjórnmála

Sigmundur Ernir skrifar: Klofningurinn á hægri væng íslenskra stjórnmála
EyjanFastir pennar
28.09.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: 23. september 1241

Óttar Guðmundsson skrifar: 23. september 1241