fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?

Eyjan
Föstudaginn 8. nóvember 2024 06:00

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mynd: Kári Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr veruleiki. Trump er forseti. Hvernig á að bregðast við? Eigum við að leggjast á grúfu og öskra af vonbrigðum yfir því sem augljósast er. Jafnréttisbarátta í Bandaríkjunum hefur ekki skilað okkur lengra en þetta burt séð frá erindi frambjóðendanna tveggja.

Eigum við að játa okkur sigruð? Eða gangast við því að mannkynið er eitt og að frekari sundrung fólks á milli skilar engu nema frekari illdeilum. Við getum ekki án hvert annars verið. Konur, karlar. Svartir, hvítir. Trúaðir, heiðingjar. Rauðhærðir, sköllóttir. Við verðum einfaldlega að standa saman.

Getum við reynt að hugsa um mannkynið sem einn þátttakanda í því undri sem lífið er?

Hér les Steinunn Ólína okkur pistilinn:

Steinunn Ólína pistill 6
play-sharp-fill

Steinunn Ólína pistill 6

Svört kona nýtur ekki trausts á við hvítan karlmann. Jafnvel ekki meðal eigin kynsystra. Hvers vegna? Kvenfólk er óumdeilanlegir handhafar lífsgjafarinnar. Þetta augljósa súperpower hefur hrætt manneskjurnar frá örófi alda. Konur eru öðruvísi en karlmenn, það er staðreynd, en kynin eru eftir sem áður allt bara manneskjur.

Í aðgreiningunni liggur vandinn. Alltaf.

Er ekki heilmikið líkt er með ,,flottafólkinu“ og ,,flóttafólkinu?“ Sama dýrategund með sömu grunnþarfir, ekki satt. Pissar, kúkar, sefur, andar, nærist, hlær og grætur.

Að aðgreina sig frá öðrum manneskjum er einangrandi. Þá verður til sá ótti um að örygginu þínu hljóti að vera ógnað af ,,hinum“. Sá hræddi fer í varnarham og rengir og kúgar ,,ímyndaðan“ andstæðing sinn af sömu dýrategund. Svona berjumst við hvert við annað, sundrað mannkynið.

Sundrung mannkynsins er forsenda allra stríða. Þeir sem eru réttlátir reynast líka vera ranglátir. Þeir sem eru ranglátir reynast líka vera réttlátir.

Adam og Eva borðuðu epli af skilningstrénu þrátt fyrir viðvaranir. Guð reiddist þeim því hann sá fyrir að mannkynið hefði ekki getu til að sjá að hið góða og hið illa er eitt og hið sama. Andstæður vitanlega en tilvera hvors um sig er bara fyrir tilstuðlan hins.

Það er augljóst. Það væri enginn dagur ef aldrei kæmi nótt. Dagur og nótt er eitt og hið sama. Dagur og nótt eru óaðskiljanleg með öllu.

Guð reiddist því hann vissi að héðan í frá myndu Adam og Eva kljást um hvort væri æðra og betra. Manneskjan er í eðli sínu góð og vill vera góð. Það er mín einlæga trú.

Sagan um Adam og Evu er dæmisaga um útbreidda þvælu, að hið góða og hið illa, séu aðskiljanleg öfl. Að hinu illa megi útrýma. Að hið góða geti sigrað. Misskilningurinn liggur í því að hið góða eigi sér tilveru án hins illa.

Hið góða og hið illa eru einn og sami hluturinn.

Verkefni 2025, óhugguleg framtíðarsýn repúblikana, miðar að auknu valdi og stjórn forseta á alríkisstofnunum með handvalda pólitíska embættismenn sér til fulltingis. Þetta mun takmarka sjálfstæði stofnana, leiða til stjórnunar án ytra eftirlits og grafa undan lýðræðislegum gildum.

Þarna eru bein líkindi við ráðherravaldstjórn síðustu ára á Íslandi sem hefur til dæmis veikt sjálfstæði eftirlitsstofnana og þar með hamlað lýðræðislegu eftirliti og að auki handvalið inn í dóms-og réttarkerfið á mjög svo ólýðræðislegan hátt.

Valdastefna verkefnis 2025 vegur að persónufrelsi einstaklinga. Frelsi manneskjunnar er ekki óumdeilt hér á landi heldur. Hvaða grundvallarrugl er það að stjórnvöld hvar sem þau eru í sveit sett semji lög sem skerða persónufrelsi manneskjunnar yfirleitt? Af hverju erum við sífellt að reyna að hafa vit fyrir hvort öðru?

Þegar manneskja fæðist, hvernig sem hún nú er, hefur tilveruréttur hennar verið staðfestur og hún á auðvitað að ráða því hvernig hún velur að lifa lífinu. Punktur.

Stærsta áskorun okkar er að leyfa öðrum að vera nákvæmlega eins og þeim sýnist. Þetta er alheimsbaráttumál allra.

Verkefni 2025 leggur til skattabreytingar sem hlúa að fyrirtækjum, auðugum og þyngir skattbyrði almennings. Verkefni 2025 talar fyrir niðurskurði og/eða einkavæðingu félags- og heilbrigðiskerfa og veltir ábyrgð og valdi yfir á einstök ríki.

Við þekkjum þennan söng.

Verkefni 2025 gefur skít í loftslagsstefnur og umhverfisvernd. Verkefnið talar fyrir aukinni jarðefnaeldsneytisframleiðslu og gegn endurnýjanlegri orku. Við eigum líka íslenska stjórnmálamenn sem trúa ekki á loftslagsbreytingar og vilja ótrauðir fórna og menga náttúru landsins fyrir lítið.

Það væri ekki vitlaust að mannkynið axlaði ábyrgð á Trump. Hann varð ekki forseti af sjálfsdáðum. Trump er víða. Að velja hann umfram Harris lýsir mörgu en fyrir mér lýsir það óþoli fólks gagnvart því ófullkomna regluverki sem manneskjurnar hafa búið til.

Þeim uppskálduðu reglum sem misviturt fólk hefur búið til fyrir aðrar manneskjur.

Mannkynið er svo örmagna að það er tilbúið að láta reyna á hreina öfgavaldastefnu fremur en að þola lengur við undir hæglátri forræðis- og yfirráðastefnu í nafni blekkingarlýðræðis.

Úrslitin eru kannski örvæntingarfull viðleitni manneskjunnar til að ná stjórn á heiminum. Nokkuð sem auðvitað er ógerlegt en er sú lexía sem okkur er harðast innrætt. Að við eigum að hafa stjórn á okkur, helst að vera við stjórn og að best sé að öllu sé stjórnað. Ósveigjanlegt regluverk heimsins er skáldskapur, allt saman. Stjórnun er því auðvitað blekking.

Þú temur aldrei til fulls það sem fæðist frjálst. Manneskjurnar eru eins og aðrar lífverur hluti af sjálfu sköpunarverkinu. Við tökum stórfelldum breytingum í gegnum allt lífið. Það sem er síbreytilegt í eðli sínu kærir sig lítt um hamlandi skorður, reglur og lætur því að sjálfsögðu illa að stjórn.

Kannski verður Trump upphafið að því að mannkynið geti loksins sagt skilið við þá sundrandi innrætingu sem það hefur búið við og kannski loks í sameiningu brotið niður fáræðisyfirstjórnir heimsins? Verða þessi úrslit kosninganna í BNA til að þjappa mannkyninu saman gegn örfáum stjórnlyndum oflátungum? Eigum við að leyfa okkur að vona það?

Þetta eru nú ekki nema örfáar hræður sem þykjast öllu ráða í heiminum í dag. Þegar myrkrið er sem svartast er dagur aldrei langt undan. Því myrkrið og ljósið eru eitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Að dæma konu fyrir sjálfsvörn

Ágúst Borgþór skrifar: Að dæma konu fyrir sjálfsvörn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Hvort gekk Sigríður Andersen í Miðflokkinn eða öfugt?

Svarthöfði skrifar: Hvort gekk Sigríður Andersen í Miðflokkinn eða öfugt?
EyjanFastir pennar
17.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin
EyjanFastir pennar
13.10.2024

Björn Jón skrifar – Að hætta tilgangslausu streði

Björn Jón skrifar – Að hætta tilgangslausu streði
EyjanFastir pennar
10.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin
EyjanFastir pennar
06.10.2024

Björn Jón skrifar – Fjölmiðlamálið og eyðilegging stjórnmálanna

Björn Jón skrifar – Fjölmiðlamálið og eyðilegging stjórnmálanna
Hide picture