Ný könnun Prósents á fylgi stjórnmálaflokkanna var kynnt í hlaðvarpinu Spursmál rétt í þessu þar má finna nokkur tíðindi. Nær Sjálfstæðisflokkurinn nýjum lægðum og mælist með aðeins 12,3 prósent fylgi á meðan Sósíalistaflokkurinn bætir töluvert við sig. Miðflokkur heldur áfram að bæta við sig og Píratar, sem hafa mælst undir 5% í nokkrum könnunum, mælast nú með 5,7%. Þáttastjórnendur taka þó fram að þessar tölur eru í mörgum tilvikum innan vikmarka frá fyrri könnunum, nema þá helst hjá Sósíalistaflokknum og eins það að munurinn milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks telst ekki lengur innan vikmarka.
Niðurstaða Prósents er eftirfarandi: