fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“

Eyjan
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lenya Rún Taha Karim, leiðtogi Pírata, fékk að finna fyrir því eftir að hún mætti í hlaðvarpið Spursmál. Þar fékk hún spurningu um veiðigjöldin og játaði Lenya að hún vissi ekki hversu há gjöldin eru í dag. Hún vissi þó að hún vildi hækka þau. Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson gekk þá á hana og spurði hvort það væri forsvaranlegt að ætla sér að hækka skatta án þess að hafa hugmynd um hversu háir þeir eru í dag.

Myndskeið úr viðtalinu fór á mikið flug á TikTok. Nú hefur Lenya þó snúið vörn í sókn. Hún viðurkennir í myndbandi á TikTok að vissulega hafi þetta verið neyðarlegt fyrir hana, en ekkert sem góður lærdómssprettur geti ekki lagað. Lenya lagðist yfir gögnin eftir viðtalið og lét svo spyrja sig spjörunum úr um sjávarútveginn. „Pælið í því að vera 12 ára, eða 24 ára, og mæta óundirbúin í viðtal við Stefán Einar. Já ég skeit upp á fokking bak, en ég er ógeðslega góð í að læra svo ég bara lockaði mig inn og ég fór bara aftur í Hraða-Spursmál þar sem svaraði eingöngu spurningum um sjávarútveginn.“

Afraksturinn má sjá hér:

 

@lenyarn obbb sma skita en ekkert sem að gott lockin session getur ekki bætt 🤓 #fyrirþig #islenskt #alþingiskosningar2024 #piratar #fyrirþigsíða #spursmál #islensktiktok #egkannekkiahashtags #erþettaennþathing ♬ 90s Boom Bap Hip Hop – RockEagle

Þetta svar Lenyu fékk góð viðbrögð í athugasemdum. Það væri styrkleikamerki að viðurkenna mistök og það sé þörf fyrir stjórnmálamenn sem vinna heimavinnuna sína. Lenya tók fram í athugasemdum að vissulega væri undarlegt að stjórnmálamaður talaði fyrir hærri sköttum án þess að vita hversu háir þeir eru. Hún hafi þó misskilið Stefán Einar. Veiðigjaldið breytist milli ára þó að hlutfallið sé þekkt. „Það er óskiljanleg krafa að vita hvað veiðigjaldið er hátt í krónum per kg hjá mismunandi fiskitegundum – ég hélt hann væri að spyrja um það enda sagði hann ekki prósenta eða hlutfall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”