fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Atli Þór vandar Þórhildi Sunnu ekki kveðjuna – „Píratar eru eitrað vinnuumhverfi“

Eyjan
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 20:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Þór Fanndal, sem ráðinn var til þingflokks Pírata í starf samskiptastjóra í byrjun maí segist feginn að vera laus undan húsbóndavaldi Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanns flokksins.

„Við erum ótrúlega spennt að fá Atla aftur til liðs við okkur og njóta krafta hans,“ er haft eftir Þórhildi Sunnu í tilkynningu sem send var út 2. maí vegna ráðningar hans. Atli Þór hafði áður starfað fyrir Pírata árið 2017 og 2018 þegar hann starfaði um sex mánaða skeið sem pólitískur ráðgjafi hjá flokknum annars vegar vegna alþingiskosninga 2017 og sveitarstjórnarkosningar 2018.

„Það kemur væntanlega engum á óvart að Píratar séu minn náttúrulegi flokkur,“ sagði Atli Þórs í tilkynningunni um ráðningu hans.

Inn­an við fimm mánuðum seinna, þann 24. september, var tilkynnt að Atli Þór væri hættur hjá Pírötum.

Atli Þór vandar Þórhildi Sunnu ekki kveðjuna í færslu sinni nú í kvöld:

„Enn einu sinni leyfir Þórhildur Sunna sér að dreifa óhróðri um mig nú í einhverjum spjallþætti. Hún Þórhildur Sunna ákvað að njósna um meðlimi Pírata vegna eigin vænisýki. Taldi einhverja byltingu gegn sér í gangi. Allt saman ímyndun. Það sem er ekki ímyndun er að flokkurinn mælist með helming fylgis, ekkert traust og er að detta út af þingi. Í því sjást leiðtogahæfileikar Þórhildar Sunnu. Hún skoðaði samskipti mín oo annarra Pírata í leyfisleysi, dreifði þeim og fjallaði um. Þegar svo var beðið um afsökunarbeiðni þá var ekki hægt að verða við því heldur fór Þórhildur Sunna sjálf í fjölmiðla og ýjaði að því að hugsanlega sé einhver spilling í þessum samskiptum.“ 

Segist hann kominn með nóg af því að honum sé gerð upp einhver reiði í þessu máli. 

„Píratar eru eitrað vinnuumhverfi og ég fagna því að vera laus undan húsbóndavaldi Þórhildar Sunnu. Sú hugmynd að ég og Þórhildur Sunna höfum verið vinir og það megi nota til að veiða Þórhildi vorkunn er þreytt tugga. Það var enginn vinskapur eyðilagður í þessu máli. Þórhildur Sunna þarf bara að snapp out of it og setja flokkinn sinn ofar svona petty væli. Aðeins þannig getur hún sannfært kjósendur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK