fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Hildur vill skera niður „grobbsjóð borgarstjóra“

Eyjan
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 16:30

Hildur Björnsdóttir og Einar Þorsteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 var lögð fram í gær og fóru í kjölfarið fram oddvitaumræður í borgarstjórn. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, beindi þar sjónum sínum meðal annars að rekstri skrifstofu borgarstjóra og vakti þar sérstaka athygli á liðunum Samskiptamál, markaðs- og viðburðamál, almannatengsl og auglýsingar. Benti hún á að á næsta ári muni þessir málaflokkar kosta borgarbúa tæpar 300 milljónir króna.

Alls er gert ráð fyrir að 198 milljónir fari í samskiptamál, 97 milljónir í markaðs- og viðburðamál, 2,7 milljónir í almannatengsl og 1,6 milljónir í auglýsingar. Samtals 299,3 milljónir króna.

Sagði Hildur að fjárhæðin skyti skökku við þegar einu hagræðingaraðgerðir meirihlutans hafi snúið að skertri þjónustu við íbúa, en við blasi fjöldi vannýttra tækifæra til að skera niður í yfirbyggingunni. „Hvernig væri að tryggja hér gott úrval bóka fyrir íslensk grunnskólabörn og rúman opnunartíma sundlauga, en skera niður þennan grobbsjóð borgarstjóra? Þessi forgangsröðun er með ólíkindum“, sagði Hildur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“