Margir telja að það verði á brattann að sækja fyrir Úkraínumenn með Trump í Hvíta húsinu. Sjálfur hefur Trump gagnrýnt Selenskí fyrir að hafa ekki náð að stöðva stríðið við Rússa og látið að því liggja að Selenskí beri ábyrgð á stríðinu.
Í mars síðastliðnum lýsti Victor Orban, hinn umdeildi forseti Ungverjalands, því yfir að Trump hefði sagt honum að hann ætli að binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu.
Í færslu sinni á X sagðist Selenskí vonast eftir áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna. Þá rifjaði hann upp „frábæran“ fund sem hann átti með Trump í september síðastliðnum þar sem Selenskí kynnti fyrir honum áætlun um hvernig Úkraína getur unnið stríðið við Rússa.