fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Þórðargleði hjá Degi sem sendir Sjálfstæðismönnum tóninn – „Sniðugt“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hlakkar nokkuð í Degi B. Eggertssyni, fyrrverandi borgarstjóra sem nú býður sig fram til Alþingis. Hann bendir á að landsmönnum hafi í dag borist tvær stórfréttir, annars vegar um mikinn hallarekstur ríkissjóðs og svo hins vegar um væntan rekstrarafgang Reykjavíkurborgar. Dagur birtir þórðargleðina á Facebook þar sem hann minnir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gjarnan talað um að borgin sé með allt niður um sig í fjármálum, þegar flokkurinn ætti með réttu að líta í barminn á sinni eigin ríkisstjórn.

„Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Alþingiskosningum hafa dálítið verið með borgina og borgarmál á heilanum. Það er sniðugt. Á forsíðu Morgunblaðsins í morgun segir að fjárlög ríkisins fyrir næsta ár stefni í 58,6 milljarða halla. Það er sjöunda árið í röð sem fjárlög ríkisins verða með halla. Á sama tíma leggur meirihlutinn í borgarstjórn fram fjárhagsáætlun þar sem afgangur er af rekstri, bæði á þessu ári og því næsta. Og næstu fimm ár.“

Reykjavíkurborg sé í mikill uppbyggingu. Slíkt kalli á fjárfestingu. Engu að síður hafi meirihlutanum í borgarstjórn tekist að ná jafnvægi í hlutfalli skulda af tekjum. Í raun sé borgin með eitt lægsta skuldahlutfall á höfuðborgarsvæðinu og töluvert lægra en ríkissjóður.

„Borgin er í mikilli uppbyggingu og það kallar á fjárfestingu. Engu að síður höfum við náð jafnvægi í hlutfalli skulda af tekjum. Skuldahlutfall borgarinnar í heild er raunar helmingi lægra en það var þegar við Jón Gnarr tókum við stjórn borgarinnar af Sjálfstæðisflokknum árið 2010. Sjá mynd. Og ef skoðaðar eru skuldir borgarsjóðs sem hlutfall af tekjum er það skuldahlutfall eitt það lægsta á höfuðborgarsvæðinu – og töluvert lægra en sambærilegt hlutfall ríkissjóðs.“

Borgin hafi náð þessum árangri með vönduðum langtímaáætlunum og með því að bregðast markvisst við áföllum. Borgin setti sér mælanleg markmið og sé að ná þeim öllum.

„Árangur borgarinnar í fjármálum byggir á því að gera vandaðar langtímaáætlanir, bregðast við áföllum með því að vinna sig út úr þeim í markvissum skrefum. Viðbrögðin við því erfiða efnahagslega umhverfi sem sveitarfélög, fyrirtæki og heimili búa við þessi misserin eru gott dæmi um þetta. Eftir að verðbólgan rauk af stað gerðum við plan – í upphafi kjörtímabils – og settum okkur mælanleg markmið. Þeim erum við að ná – öllum. Hvet ég alla frambjóðendur – ekki bara Sjálfstæðisfólk – til að kynna sér þetta vinnu- og verklag. Um leið vil ég færa starfsfólki borgarinnar og stjórnendum þakkir fyrir að leggjast á árarnar með okkur til að ná þessum eftirtektarverða árangri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”