fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Segir Sósíalista skilda útundan á fundi þar sem auðvaldið ætli að leggja flokkum línurnar – „Ísland er að breytast í verbúð í eigu örfárra auðugra ætta“

Eyjan
Mánudaginn 4. nóvember 2024 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum komin inn í samfélagsgerð sem kallað er auðræði, þar sem auðfólkið ræður öllu en almenningur litlu sem engu.“ skrifar Gunnar Smári Egilsson, frambjóðandi Sósíalistaflokksins á Facebook en hann segir deginum ljósara að stjórnvöld á Íslandi hafi tapað völdunum til auðstéttarinnar, og enginn flokkur nema Sósíalistar hafi áhuga á að ná völdunum aftur til þjóðarinnar.

Gunnar Smári skrifar á Facebook:

„Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Ótal kannanir hafa sýnt að stjórnvöld reka í flestum málum stefnu sem gengur þvert á vilja almennings. Almenningur vill ekki að ríkið selji banka, En stjórnvöld selja samt banka. Almenningur er andsnúinn kvótakerfinu, stjórnvöld verja og vernda samt kvótakerfið. Almenningur vill að stjórnvöld styrki innviði og grunnkerfi samfélagsins, en stjórnvöld gera það ekki. Almenningur vill að hin efnameiri, fjármagnseigendur og stærstu eigendur allra stærstu fyrirtækjanna, greiði hærri skatta, en stjórnvöld lækka skatta á hin ríku en auka skatta á venjulegt launafólk. Almenningur vill öruggt húsnæðis fyrir alla, en stjórnvöld gera ekkert til að tryggja það.

Við fylgjumst með því þegar Alþingi afgreiðir lög sem Viðskiptaráð eða önnur hagsmunasamtök auðfólks pantar og semur jafnvel. En Alþingi virðist vera fyrirmunað að afgreiða nokkrar réttarbætur til almennings. Öll slík mál daga uppi á meðan lög sem auðfólkið óskar eftir fljúga í gegnum þingið.“

Verbúðin Ísland

Gunnar Smári rekur að alþjóðlegar mælingar sýna að á Íslandi ríki traust milli fólksins í landinu, meira en víða annars staðar í heiminum. Öðru gildi um traust landsmanna til stjórnvalda, til þings og til stjórnmálaflokka. Þar mælist traust mikið minna en hjá í næstu löndum. Ástæðan fyrir því sé einfaldlega sú að stjórnmálin á Íslandi þjóni ekki almennum borgurum. Hér þjóna stjórnvöld sérhagsmunum auðfólks.

Valdið fylgir peningunum. Ríkt fólk hafi í dag meiri völd heldur en lýðræðislega kjörin stjórnvöld. Auðfólk ráði þar með miklu um líf og afkomu hins almenna borgara. Svo fái fólk að finna fyrir því ef það andmæli drottnurum sínum. Hér á landi sé auðurinn sífellt að færast í færri hendur. Þeir ríkari verði ríkari og völd þeirra aukast að sama bragði.

„Ísland er að breytast í verbúð í eigu örfárra auðugra ætta. Við erum ekki að færast fram í sögunni, heldur aftur.“

Með lýðræði og völdum almennings hafi Ísland fengið gott heilbrigðiskerfi, skólakerfi, lífeyriskerfi, réttindi á vinnumarkaði, örorkubætur, atvinnuleysisbætur og margt annað. Ekkert af þessu hafi þó komið fyrir afskipti auðvaldsins eða valdstétta.

„Þvert á móti barðist auðvaldið gegn þessu öllu, leynt og ljóst. Allt sem er einhvers virði í hinu formlega samfélagi er afrakstur pólitískrar baráttu almennings í verkalýðsfélögum, í hagsmunasamtökum, í sveitastjórnum og á Alþingi.“

Sósíalistum ekki boðið

Nú séu tímarnir aðrir. Afl ríkisvaldsins hefur veikst. Fólkinu hefur verið talin trú um að best væri að stíga til hliðar og leyfa þeim ríku að stýra ferðinni. Valdið færðist frá almenningi til hinna ríku. Nú sé staðan sú að auðvaldið hafi stjórnmálin í vasanum.

„Á morgun kalla Samtök iðnaðarins forystufólk stjórnmálaflokka á sinn fund til að leggja því línurnar, alla nema Sósíalista. Og forystufólkið mun, nú sem öll liðin ár, éta úr lófa fulltrúa hinna allra auðugustu.

Við erum komin inn í samfélagsgerð sem kallað er auðræði, þar sem auðfólkið ræður öllu en almenningur litlu sem engu. Þetta hefur líka verið kallað óligarkismi, sem merkir að hin auðugu sem hafa sölsað undir sig auðlindir og eignir almennings drottni yfir samfélaginu. Og eftir því sem völd óligarkana vaxa því frekari verða þeir, því hærra hefja þeir sig upp yfir almenning, því grimmari verða þeir, því miskunnarlausara verður okrið og yfirgangurinn.“

Gunnar segir að enginn flokkur á Alþingi hafi gert athugasemd við þessa þróun. Það séu Sósíalistar einir sem bendi á hvert valdið er í raun komið í dag og hvers vegna grunnkerfin, sem almenningur barðist fyrir á sínum tíma, eru núna að grotna niður ásamt innviðum.

„Skýringin er einföld. Við létum það viðgangast að auðvaldið tæki yfir ríkisvaldið sem átti að fara með almannavald. Og auðvaldið hefur engan hag af því að byggja upp gott og gjöfult samfélag, ekki að vernda náttúru og ekki einu sinni blómlegt og gróandi atvinnulíf. Auðvaldið hefur aðeins eitt markmið og það er að auðgast. Og sagan sýnir að það er tilbúið að auðgast þótt það setji framtíð almennings, samfélags og náttúru í hættu. Ríkisvaldinu hefur verið beint frá því að byggja upp stórkostlegt samfélag fyrir fjöldann og verið sett undir auðvaldið, sem ótamið er ógn við samfélagið.“

Þetta sé það sem landsmenn ættu að kjósa um í lok mánaðar. Hvort valdið eigi heima hjá fólkinu eða hjá auðvaldinu.

„Það er kominn tími til að breyta Alþingi.
Ekki meira af því sama.
Sendum nýtt fólk á þing, fólk með nýja rödd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson: Samfylkingin var búin að mála sig út í horn með ímyndarstjórnmálum

Jóhann Páll Jóhannsson: Samfylkingin var búin að mála sig út í horn með ímyndarstjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson: Herðum reglur um AirBnB og breytum atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði

Jóhann Páll Jóhannsson: Herðum reglur um AirBnB og breytum atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna

Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna