fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Ásmundur Einar: Stjórnin sprakk ekki vegna innflytjendamála heldur vegna innri ágreinings í VG og Sjálfstæðisflokki

Eyjan
Sunnudaginn 3. nóvember 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innflytjendur koma til Íslands, búnir að ljúka sínu nám þannig að við kostum engu til sem samfélag. Atvinnulífið kallar eftir þessu fólki, sem heldur uppi samfélaginu, greiðir skatta og stendur undir hagvexti en samt erum við sem samfélag ekki tilbúin til að gera það sem þarf til að taka vel á móti þessu fólki og aðstoða það við að aðlagast íslensku samfélagi. Áður en ríkisstjórnin sprakk var hún búin að sameinast um að draga úr kostnaði vegna útlendingamála og sá sparnaður hafði raungerst. Því er greinilegt að stjórnin sprakk ekki vegna þeirra mála heldur vegna innri ágreinings í VG og Sjálfstæðisflokki. Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Ásmundur Einar segir framsóknarmenn hafa verið þeirrar skoðunar að betra hefði verið að ríkisstjórnin sæti alla vega næstu tvo til þrjá mánuði til að ljúka ákveðnum málum sem voru langt komin. „Ég hefði viljað ljúka við þau stóru lagafrumvörp sem ég var ýmist kominn með inn til þingsins eða voru á leiðinni inn til þingsins …“

En skilur þú Bjarna Benediktsson og sjálfstæðismenn …?

„Já, síðan ætla ég að koma inn á innflytjendamálin, og þegar kemur að innflytjendamálunum þá lögðum við mikla áherslu á það sem gerðist hérna fyrir talsverðu síðan, sem var heildarsýn í útlendingamálum sem ríkisstjórnin vann að í sameiningu. Ég og mitt ráðuneyti komum mjög markvisst að henni og hún byggði á því að við ætluðum að ná niður kostnaði við innflytjendakerfið, verndarkerfið. Þetta er orðinn gríðarlegur kostnaður og við ætluðum að ná og stíga ákveðnar aðgerðir þar, en við ætluðum líka að stíga inn í hinn þáttinn sem væri fjárfesting í inngildingu og aðlögun að íslensku samfélagi.“

Hann segir áætlun hafa verið gerða í þessum efnum þar sem unnið hafi verið þvert á ráðuneyti. Þessu hafi fylgt ákveðin lagafrumvörp og breytingar og einnig fjárfesting inn í menntamálin sem unnið hafi verið í og þess sjái stað í fjárlagafrumvarpi næsta árs. „Þar var sett fram ákveðin áætlun um það hvernig við ætluðum að ná kostnaðinum niður. Sú áætlun hefur algerlega staðist og rúmlega það, þannig að mér fannst mjög skrítið á þessum tímapunkti að fylgja ekki þeirri heildarsýn eins og við ætluðum okkur, sem hefur staðist algerlega og kostnaðurinn er að lækka sem því nemur og kostnaðurinn á næsta ári, óháð því sem verður ráðist í, hann mun haldast í takt við þessa heildarsýn.“

Í þessu ljósi segist hann telja undarlegt að stjórnin skyldi springa á þessum tímapunkti á þessum grunni. Þetta hafi því frekar litast af ágreiningi innan stjórnarflokkanna fremur en málefnum, en tekur fram að það eigi ekki við um Framsóknarflokkinn.

„Hitt er, sem kemur að innflytjendamálunum, sem mér finnst umræðan um hafa verið á talsverðum villigötum, að ef okkur tekst að ná niður kostnaðinum af verndarkerfinu, og við framsóknarmenn viljum algerlega stíga skrefin sem þarf gagnvart landamærunum og örðu slíku, þá situr eftir hvernig flokkarnir ætla, án upphrópana, að stíga inn í það að aðstoða hér stóran hóp nýrra Íslendinga sem hingað hafa flust, haldið uppi okkar samfélagi, haldið uppi atvinnulífi á Íslandi, haldið uppi hagvexti á Íslandi, hvernig við ætlum að aðstoða þetta fólk við að aðlagast íslensku samfélagi. Það verður ekki gert með upphrópunum, árásum á þetta fólk í pólitískum tilgangi til þess að sækja sér atkvæði.“

Ásmundur Einar bendir á að yfir 20 prósent barna í íslensku skólakerfi sé með erlendan bakgrunn. „Við erum að horfa upp á það að þetta fólk, sem atvinnulífið sjálft hefur kallað eftir að fá til landsins – við getum bara farið og flett upp fyrirsögnum og þingum SA þar sem hvatt hefur verið til þess að það þurfi að opna og fleiri þurfi að flytja til Íslands vegna þess að hagvöxturinn og hagkerfið þurfi á því að halda – þetta fólk sér um mikilvæg störf í íslensku samfélagi, flytur hingað til lands, hefur lokið leik-, grunn- og jafnvel framhaldsnámi erlendis áður en það kemur þannig að við höfum ekki kostað neinu til til þess að fá það. Það kemur hingað inn, er skattgreiðendur, sér um mikilvæg störf, en síðan erum við sem samfélag ekki tilbúin til að fara í þær aðgerðir sem þarf til að aðstoða það við að aðlagast íslensku samfélagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar