fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Kosningar 2024: Taktísk kosning réð ekki úrslitum er Halla Tómasdóttir sigraði í forsetakosningunum

Eyjan
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 19:00

Agnar Freyr Helgason og Eva H. Önnudóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flokkar sem háskólamenntaðir kjósa frekar eru oft ofmældir í skoðanakönnunum og flokkar sem sækja fylgi sitt til fólks með minni menntun oft vanmetnir í skoðanakönnunum. Þetta er vegna þess að háskólamenntaðir kjósendur taka frekar þátt í skoðanakönnunum.. Merki voru um taktíska kosningu í forsetakosningunum í vor en það hafði ekki úrslitaáhrif á niðurstöðuna. Halla Tómasdóttir hefði unnið án taktískrar kosningar. Eva H. Önnudóttir og Agnar Freyr Helgason stjórnmálafræðingar, sem eru í stjórnendateymi Íslensku kosningarannsóknarinnar, eru gestir Ólafs Arnarsonar í kosningasjónvarpsþætti Eyjunnar.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild hér:

HB_EYJ206_NET
play-sharp-fill

HB_EYJ206_NET

„Það er mikilvægt að virða það sem er vel gert,“ segir Agnar Freyr. „Skoðanakannanir á Íslandi eru almennt vel úr garði gerðar og standast erlendan samanburð mjög vel. Það er hins vegar kerfisbundinn vandi tengdur því hvers konar fólk tekur þátt í könnunum og það er eitthvað sem er ekki íslenskt fyrirbæri, þetta er eitthvað sem á sér stað víða erlendis líka og hefur m.a. komið fram í Bandaríkjunum í tengslum við stuðning við Donald Trump, í Bretlandi í tengslum við stuðning við Íhaldsflokkinn og líka í Frakklandi í forsetakosningum sem t.d. stuðningur við Marine le Pen hefur verið vanmetinn.

Það vill vera þannig að háskólamenntaðir eru mun hærra hlutfall þeirra sem taka þátt í könnunum heldur en meðal kjósenda. Fyrir vikið eru flokkar sem háskólamenntaðir styðja frekar, þeir hafa verið ofmetnir í könnunum, og það er það sem við höfum verið að sjá í síðustu þrennum alþingiskosningum, að skoðanakannanafyrirtækin hafa verið að ofmeta Pírata, Samfylkingu og Viðreisn í síðustu tvennum kosningum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins hafa allir verið vanmetnir.“

Hann segir mikilvægt að taka með í reikninginn að þessi kerfisbundna skekkja geti verið til staðar, ekki sé hægt að varpa niðurstöðum nýjustu kannana beint yfir á væntanlegan þingstyrk flokka eftir kosningar.

Eru einhverjar líkur á eða forsendur fyrir taktískri kosningu á laugardaginn?

„Það er ekki til mikið af rannsóknum á þessu í íslensku samhengi en það er tvennt sem er mikilvægt að hafa í huga varðandi taktíska kosningu,“ segir Eva. „Í fyrsta lagi getur vel verið að fólk sé að kjósa taktískt, skásta flokkinn eða kannski ekki óskaflokkinn, út af hvaða ástæðum sem það er. Svo eru kannski einhverjir sem kjósa þann sem þeir halda að sé að fara að vinna þetta o.s.frv. Við vitum alveg að það var heilmikil umræða um þetta í forsetakosningunum, að mögulega hafi einhver kosið taktískt. En svo er önnur mikilvægt umræða líka – það er spurning hvort þetta hafi áhrif á úrslitin, hvort að fólk sé að kjósa taktískt í sömu átt. Þetta gæti núllast út en það er ekki þar með sagt að það sé ekki einhver hópur kjósenda sem kjósi taktískt.“

Agnar Freyr hefur aðeins rannsakað þetta í tengslum við forsetakosningarnar síðasta vor. „Þegar við spurðum einstaklinga eftir kosningarnar: Hvern kaustu og hvern hefðirðu helst viljað kjósa? Það var hópur kjósenda sem kaups Höllu Tómasdóttur þrátt fyrir að hún væri ekki þeirra uppáhaldsframbjóðandi þannig að það var vissulega einhver taktísk kosningahegðun í þeim kosningum. En jafnvel þó að við drögum þann stuðning frá þá hefði hún engu að síður unnið kosningarnar. Hún var með mjög almennan stuðning þannig a það hafði ekki úrslitaáhrif en það var vissulega til staðar.“

Hann segir kosningakerfið sjálft hafa hvað mest áhrif á taktíska kosningahegðun. „Í forsetakosningum er einn sem stendur uppi sem sigurvegari og fyrir vikið er mjög mikilvægt að hitta á þann rétta en í þingkosningum eru þetta margir flokkar og það sem hefur mest áhrif er þá þessi fimm prósent þröskuldur og það getur alveg haft áhrif á kjósendur hvort þeir telji flokk ekki eiga möguleika en það er náttúrlega ekkert fyrir fram gefið.“

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Hide picture