fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar: Meira um metnað Sigmundar og Miðflokksins í loftslagsmálum

Eyjan
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 15:43

Guðlaugur Þór Þórðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oft er erfitt að horfast í augu við fortíðina en engu að síður nauðsynlegt. Ég skrifaði grein um daginn til að minna formann Miðflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, á eigin sögu og framlag til loftslagsmála þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. Eitthvað virðist greinin hafa komið við kauninn á Sigmundi þar sem hann svarar mér í netgrein og sakar mig um að fara með fleipur.

Förum yfir nokkur atriði:

  • Þegar forsætisráðherra mætir á fund um loftslagsmál er það vegna þess að ráðherranum þykir fundurinn mikilvægur og mikil vigt felst í því að ráðherrann, sem er í forsæti, láti sig málið varða. Það hafa aldrei jafn margir ráðherrar mætt á Loftlagsfund S.Þ. eins og þegar Sigmundur mætti ásamt samflokksráðherrum sínum Gunnari Braga og Sigrúnu Magnúsdóttur.
  • Í grein minni vitna ég beint í ræðu Sigmundar á Parísarfundinum og því varla málefnalegt að segja mig fara með fleipur, hvað varðar eldræðu Sigmundar á fundinum.
  • Sömuleiðis er það staðreynd en ekki fleipur að Ísland tók þátt í bandalagi með nokkrum öðrum þjóðum sem vildu setja meiri metnað í aðgerðir en niðurstaðan varð. Bandalagið var kallað metnaðarbandalagið vegna þess að þjóðirnar vildu að markið væri sett á 1,5 gráðu hækkun en ekki 2 gráðu hækkun.
  • Eins er formaðurinn varla að afneita eigin þingmáli sem þingflokkur Miðflokksins hefur ítrekað lagt fram og snýr að því að stórefla innlenda matvælaframleiðslu með aðgerðum sem flestar er hægt að skilgreina sem loftslagsaðgerðir og stórauka með því útgjöld í málaflokkinn.
  • Sem forsætisráðherra ákvað Sigmundur að setja af stað rannsókn á því að leggja sæstreng til Bretlands með forsætisráðherra Bretlands. Það var ákvörðun að setja hópinn af stað, ekki nauðung. Það hefur verið minnst á það við mig af erlendum aðilum að skoða slíka lagningu. Ég hef aldrei ljáð máls á því og mun ekki gera, ólíkt Sigmundi. Hann getur ekki talað sig frá því.

Eins ágætur og Sigmundur Davíð er þá verður hann að geta horfst í augu við staðreyndir.

Höfundur er ráðherra og oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi