fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Eyjan

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Eyjan
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson skrifar:

Ég býst við að þið hafið öll heyrt þetta orð – vók (e. woke). Og vókismi. Þetta orð hefur verið notað ansi mikið í pólitískri umræðu að undanförnu – og vakið upp ansi hörð viðbrögð ef satt skal segja.

Einhver vókismi tröllríður samfélaginu með alls konar slaufunarmenningu (annað stórt orð sem er oft notað í umræðunni) og rétttrúnaði (enn eitt stóra orðið sem er notað). En hvað þýða þessi orð eiginlega, því notkunin virðist ekki passa saman við merkingu orðanna.

Vók, samkvæmt orðabókinni, er einfaldlega notað um einhvern sem er vakandi gagnvart mikilvægum samfélagslegum áskorunum sem snúa sérstaklega að kynþáttum og félagslegu réttlæti. Að fólk geri sér grein fyrir því að það sé ákveðinn kerfislægur halli gagnvart mörgum hópum í samfélaginu.

Punktur.

Þá langar mig til þess að spyrja, hvað er svona hræðilegt við þetta orð? Hvað gerir manneskju, sem gerir sér grein fyrir þessari kerfislægu mismunun, svo vonda að viðkomandi manneskja muni “grafa undan hefðbundnum gildum og menningararfi þjóðarinnar” með þessum skoðunum sínum, eins og fyrrum þingmaður komst að orði.

Þá langar mig til þess að spyrja, hvað er svona hræðilegt við þetta orð? Hvað gerir manneskju, sem gerir sér grein fyrir þessari kerfislægu mismunun, svo vonda að viðkomandi manneskja muni “grafa undan hefðbundnum gildum og menningararfi þjóðarinnar” með þessum skoðunum sínum, eins og fyrrum þingmaður komst að orði.

Hvernig getur það verið slæmt að biðja um félagslegt réttlæti gagnvart fólki sem er beitt ranglæti? Nema auðvitað, það leiði til þess að það halli á fólkið sem beitir ranglætinu.

Það er nefnilega svo merkilegt með þennan rétttrúnað (e. politically correct) að markmið hans er að stjórnmálamenn misnoti sér ekki aðstöðu sína með því að ráðast gegn minnihlutahópum sjálfum sér til framdráttar. Kannast einhver við þetta? Man fólk eftir því þegar ýmsir stjórnmálamenn töluðu hávært gegn öryrkjum og kölluðu þá afætur og svindlara? Núna er komin nýr hópur sem á enn erfiðara með að verja sig – útlendingar.

Og hvað svo með þessa slaufunarmenningu? Má fólk ekki hafa skoðun á því hvað það kaupir? Var ekki oft verið að hvetja fólk til þess að kjósa með veskinu hérna áður fyrr? Ef ég hef engan áhuga á að kaupa ísraelskar vörur, má ég ekki segja það upphátt og sleppa því – sem dæmi? Eða eiga Ísraelar heimtingu á því að ég kaupi vörurnar þeirra?

Vók, rétttrúnaður, slaufunarmenning – eru allt orð sem riddarar þess að fá að beita minnihlutahópa misrétti til þess að koma sjálfum sér á framfæri. Orð sem eru notuð til þess að gera lítið úr þeim sem standa upp og reyna að verjast árásunum.

Ýmsir stjórnmálamenn hafa talað ansi óvarlega um útlendingamál á undanförnum misserum. Þar hefur verið ýjað að því að þau sem sækja hingað séu glæpamenn eða séu baggi á samfélaginu. Gagnrýnendur eru uppnefndir réttlætisriddarar og vókistar. Sama á við um fólk sem berst fyrir réttindum kvenna gagnvart réttlæti í kynferðisbrotamálum, þar er orðið slaufunarmenning notuð ansi oft.

Fólki sem berst fyrir réttlæti eru gerðar upp skoðanir, meiningar og orð og eru þau uppnefnd vegna baráttu sinnar. Snúið er út úr orðunum vók og rétttrúnaður á neikvæðan hátt til þess að passa upp á að enginn vilji aðhyllast þeirri baráttu. Sama hefur verið gert við femínismann.

Þetta er barátta um tungumálið sem er háð af fólki sem vill fá að misnota aðstöðu sína og beita annað fólk ofbeldi. Orðunum sem eiga að sameina fólk í baráttu gegn misnotkun er rænt og þau endurskilgreind til þess að þýða eitthvað allt annað en þau þýða í raun og veru.

Athugaðu það þegar þú ert spurður hvort þú sért femínisti – hvort þú sért sammála því að konur eigi erfiðara uppdráttar á ýmsum sviðum samfélagsins. Ef þú ert sammála því þá ertu femínisti. Ef þú gerir þér grein fyrir því að fólk af öðrum kynþáttum, uppruna eða öðrum álíka aðstæðum eigi við ýmis konar áskoranir að glíma einungis vegna þess að þau eru öðruvísi, þá ertu vók. Ef þú ert sammála því að stjórnmálamenn eigi ekki að hallmæla minnihlutahópum sem geta illa svarað fyrir sig, sjálfum sér til framdráttar, þá ertu rétttrúaður.

Þessi orð eru ekki flóknari en þetta. Það er mjög áhugavert að sjá ýmsa í umræðunni snúa út úr þessum orðum og láta eins og þessi orð þýði eitthvað annað. Að öllum líkindum snýst sú orðræða um popúlisma eða lýðskrum. Það hefur aldrei skilað góðum árangri.

Verum vakandi gagnvart þessari orðræðu og höfnum útúrsnúningunum.

Björn Leví Gunnarsson – Þingmaður og oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson: Samskiptin við Bandaríkin lík samskiptum við alræðisríki

Þorsteinn Pálsson: Samskiptin við Bandaríkin lík samskiptum við alræðisríki
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Útgáfa ríkisvíxla ryksugar markaðinn og keyrir upp vexti – betra fyrir alla ef ríkið tæki erlent lán

Útgáfa ríkisvíxla ryksugar markaðinn og keyrir upp vexti – betra fyrir alla ef ríkið tæki erlent lán
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stöðvið bruðlið, segir þjóðin

Orðið á götunni: Stöðvið bruðlið, segir þjóðin
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda