fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Eyjan

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Eyjan
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virðist hrifinn af hugmynd Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, að fela auðkýfingnum Elon Musk að skera verulega niður útgjöld ríkisins með því að hagræða í rekstri þess. Musk mun starfa sem svonefndur hagræðinakeisari (e. efficiency tsar) og hefur þegar boðað dramatískan niðurskurð. Sigmundur sagði í Bítinu á Bylgjunni að hann gæti séð fyrir sambærilega stöðu hér á landi.

Sigmundur telur óráðsíu og agaleysi  hafa einkennt ríkisreksturinn undanfarin ár. Báknið hafi blásið út og þurfi að draga aftur úr því loftið. Hann nefndi sem dæmi heilbrigðiskerfið, en þar þurfi að ráðast í miklar kerfisbreytingar því eins og kerfið virki í dag þá sé sama hversu miklum peningum er dælt inn í það, þá virðist það aldrei nóg. Skattgreiðendur séu þar með ekki að fá það sem þeir vilja fyrir peningana sína.

„Stjórnkerfið, þegar það er komið inn á einhverja braut, þá vill það halda áfram á þeirri braut. Þess vegna þarf utanaðkomandi aðila, að mínu mati. Til að taka til í þessi kerfi öllu. Það er það sem við gerðum í stóru aðgerðunum 2014 og 2015.“

Þáttastjórnandi spurði þá hvort Sigmundur Davíð væri þá að tala um eins konar hagræðingaráðherra.

„Já! Ég fékk meira að segja lánað orð frá Ameríku, þar er talað um hagræðingakeisara, og við þurfum bara að finna þá. Ég hef meira að segja nefnt tillögur að slíkum mönnum, án þess að hafa talað við þá.“

Sigmundur nefndi sem dæmi Heiðar Guðjónsson, fjárfesti og fyrrum forstjóra Sýnar, og Guðmund Fertram Sigurjónsson, forstjóra og stofnanda Kerecis.

„Þetta eru menn sem vita hvernig hlutirnir ganga fyrir sig og hvað þarf til, og geta komið með utanaðkomandi sjónarhorn.“

Sigmundur segir að slíkir menn geti nálgast fjármál ríkisins af skynsemi. Aðspurður um hvort hann myndi íhuga að skipta um gjaldmiðil á Íslandi ef slíkir hagræðingakeisarar myndu leggja slíkt til svaraði Sigmundur á þá leið að hann myndi vissulega íhuga það. Hlutverk stjórnmálamanna sé að hlusta á rök og leggja á þau mat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann

Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Logi Einarsson: Ég vil að fólk geti helgað sig námi í 3-5 ár – Menntasjóður þarf að vera félagslegur jöfnunarsjóður

Logi Einarsson: Ég vil að fólk geti helgað sig námi í 3-5 ár – Menntasjóður þarf að vera félagslegur jöfnunarsjóður
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda