fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks

Eyjan
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt kosningaspá DV.IS, sem birtist í morgun, myndu Viðreisn, Samfylking og Framsókn fá 34 þingsæti og vera í aðstöðu til að mynda saman meirihlutastjórn.

Orðið á götunni er að gangi kosningaspá DV.IS eftir og þriggja flokka miðjustjórn yrði skipuð verði strax byrjað á að fækka um einn ráðherra. Verkefnum Háskóla, vísinda og iðnaðar yrði skipt upp þannig að málefni háskóla og vísinda færu til menntamálaráðuneytisins en verkefni iðnaðar færu í ráðuneyti viðskipta, ferðamála og menningar. Aðstoðarmönnum ráðherra yrði markvisst fækkað þannig að hver ráðherra hefði eftirleiðis einn aðstoðarmenn í stað tveggja áður.

Aðhaldið mun þannig byrja á toppnum og með þessu yrðu send skýr skilaboð niður eftir öllu opinbera kerfinu enda verður forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að spara í opinberum rekstri og veita málefnalegt kostnaðaraðhald eftir lausatök vinstri stjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar..

Orðið á götunni er að miðjustjórnin gæti litið nokkurn vegin svona út:

  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir forsætisráðherra.
  • Kristrún Frostadóttir fjármála-og efnahagsráðherra.
  • Ásmundur Einar Daðason innviðaráðherra.
  • Ingibjörg Ísaksen mennta-og barnamálaráðherra.
  • Alma Möller heilbrigðisráðherra.
  • Hanna Katrín Friðriksson utanríkisráðherra
  • Logi Einarsson matvælaráðherra.
  • Jón Gnarr menningar-viðskipta- iðnaðar- og ferðamálaráðherra.
  • Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-loftslags-og orkumálaráðherra.
  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra.
  • Sigmar Guðmundsson félagsmálaráðherra
  • Dagur B. Eggertsson forseti Alþingis.

Embætti forseta Alþingis er hér talið með vegna þess að forsetaembættið þykir vera ráðherraígildi að virðingu og völdum. Einnig hvað varðar starfskjör. Orðið á götunni er að Dagur B. hafi þá reynslu og þungavigt til að bera að geta eflt sjálfstæði löggjafans gagnvart framkvæmdavaldinu, en hingað til, ens og sést hefur áþreifanlega á þessu kjörtímabili, hefur mjög skort á sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu og ekki veitir af því að virðing og sjálfstæði æðstu stofnunar þjóðarinnar verði endurreist

Orðið á götunni er að þessi skipting ráðuneyta verði að teljast sanngjörn og eðlileg miðað við áætlaðan þingstyrk, Viðreisn stærsti flokkurinn með 14 þingmenn, Samfylking einnig með 14 þingmenn og Framsóknarflokkur með 6 þingmenn. Samtals nyti þannig ríkistjórn stuðnings 34 þingmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þórdís Kolbrún: Ekki að reyna að búa til nýjan Sjálfstæðisflokk – bara minna á fyrir hvað hann hefur alltaf staðið

Þórdís Kolbrún: Ekki að reyna að búa til nýjan Sjálfstæðisflokk – bara minna á fyrir hvað hann hefur alltaf staðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?