fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Eyjan
Laugardaginn 23. nóvember 2024 17:00

Ásmundur Einar Daðason mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að nú stefni í sögulegan ósigur Framsóknar í komandi kosningum getur flokkurinn komist í lykilaðstöðu varðandi stjórnarmyndun eftir kosningar takist honum að snúa taflinu eitthvað sér í vil á lokametrunum.

Samkvæmt skoðanakönnun Gallup/Maskínu stendur Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknar í Reykjavík norður frammi fyrir erfiðum kosningum. Könnunin bendir til þess að flokkurinn njóti ekki nægilegs fylgis í kjördæminu til að tryggja honum sæti á Alþingi.

Í síðustu kosningum flutti Ásmundur sig milli kjördæma, úr Norðvesturkjördæmi yfir í Reykjavík norður. Þar náði hann góðum árangri og tryggði flokknum þingsæti í kjördæminu í fyrsta sinn um nokkurn tíma. Hins vegar benda nýjustu tölur til að fylgi flokksins í Reykjavík norður hafi nú dregist umtalsvert saman, og útlitið fyrir Barnamálaráðherrann því dökkt.

Ásmundur hefur á undanförnum árum verið áberandi í stjórnmálum og sérstaklega getið sér orð sem talsmaður barna. Það virðist þó ekki nægja til að halda fylginu í kjördæminu. Reynist könnunin rétt gæti Framsóknarflokkurinn jafnvel verið án þess að hafa þingsæti í Reykjavík.

Vikan sem í hönd fer er því ögurstund fyrir Ásmund Einar og Framsóknarflokkinn. Pólitísk framtíð barnamálaráðherrans veltur á því að hann nái að snúa stöðunni sér í vil og tryggja áframhaldandi setu á Alþingi. Takist það búast margir við því að Ásmundur Einar taki senn við formennsku í flokknum. Takist það ekki má búast við því að fullkomin óvissa ríki um pólitíska framtíð hans.

Afdrif Ásmundar Einars og Framsóknar í kosningunum næsta laugardag geta einnig haft mikil áhrif á stjórnarmyndun eftir kosningar. Ásmundur Einar hefur talað fyrir því að flokkurinn horfi inn á miðjuna og til vinstri þegar kemur að stjórnarsamstarfi. Þetta hefur ekki farið fram hjá sjálfstæðismönnum enda hafa þeir og Morgunblaðið mjög beint spjótum sínum að Ásmundi og Framsókn í kosningabaráttunni.

Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum lítur út fyrir að Viðreisn og Samfylkingin muni verða sigurvegarar þessara kosninga en ekkert bendir þó til þess að flokkarnir geti myndað tveggja flokka ríkisstjórn. Eins og staðan er núna er líklegt að samanlögð þingmannatala Viðreisnar og Samfylkingar verði upp undir 30, en 32 þarf til að mynda meirihlutastjórn. Það er því þörf á þriðja flokki í stjórnarsamstarfið.

Ljóst er að lítill áhugi er á því að fá Sjálfstæðisflokkinn til samstarfs og vart kemur Flokkur fólksins til greina því að altalað er að fáir kæri sig um að starfa í skjóli Ingu Sæland, Ragnars Þórs Ingólfssonar og Sigurjóns Þórðarsonar. Þá er ólíklegt að Píratar komi til greina, jafnvel þótt þeir nái inn á þing. Sama gildir um Sósíalistaflokkinn. Verði Framsókn úr leik stendur Miðflokkurinn einn eftir. Slík ríkisstjórn hefði traustan þingmeirihluta samkvæmt könnunum ef erfiðara er að sjá fyrir sér að hún yrði fyllilega samstiga málefnalega, nokkuð sem íslenski kjósendur eru búnir að fá sig fullsadda af eftir sjö ára stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks.

Útkoma Framsóknar í kosningunum getur því skipt miklu máli fyrir stjórnarmyndun eftir kosningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla