fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. nóvember 2024 14:15

Þorgerður Katrín og Kristrún Frostadóttir leiða tvo stærstu flokkana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að talsverð tíðindi séu í niðurstöðum nýrrar könnunar Prósents um fylgi flokkanna sem kynntar voru í Spursmálum á mbl.is klukkan 14.

Viðreisn, sem hefur verið á talsverðu flugi í skoðanakönnunum síðustu vikur, er orðinn stærsti flokkur landsins og mælist fylgi hans nú 22,0%. Samfylkingin hefur verið efst mánuðum saman en nú virðist fylgi flokksins vera að dala og í könnun Prósents mælist það 18,3%.

Þá eru bæði Flokkur fólksins og Miðflokkurinn með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn. Miðflokkurinn er með 13,5%, Flokkur fólksins 12,5% og Sjálfstæðisflokkur 11,5%.

Framsóknarflokkurinn er að detta út af þingi og mælist fylgi hans nú 4,4%. Sömu sögu er að segja af VG en fylgi flokksins er 3,0%. Samanlagt fylgi þeirra þriggja flokka sem mynduðu síðustu ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG, er aðeins 18,9%.

Píratar virðast vera að sækja í sig veðrið miðað við þessa könnun og er fylgi flokksins nú 6,7%. Sósíalistaflokkurinn bætir einnig við sig frá síðustu könnun Prósents og mælist fylgi flokksins nú 6,4%. Lýðræðisflokkurinn rekur svo lestina í könnuninni með 1,0%.

Könnunin sem kynnt var í Spursmálum í dag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK