fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. nóvember 2024 14:15

Þorgerður Katrín og Kristrún Frostadóttir leiða tvo stærstu flokkana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að talsverð tíðindi séu í niðurstöðum nýrrar könnunar Prósents um fylgi flokkanna sem kynntar voru í Spursmálum á mbl.is klukkan 14.

Viðreisn, sem hefur verið á talsverðu flugi í skoðanakönnunum síðustu vikur, er orðinn stærsti flokkur landsins og mælist fylgi hans nú 22,0%. Samfylkingin hefur verið efst mánuðum saman en nú virðist fylgi flokksins vera að dala og í könnun Prósents mælist það 18,3%.

Þá eru bæði Flokkur fólksins og Miðflokkurinn með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn. Miðflokkurinn er með 13,5%, Flokkur fólksins 12,5% og Sjálfstæðisflokkur 11,5%.

Framsóknarflokkurinn er að detta út af þingi og mælist fylgi hans nú 4,4%. Sömu sögu er að segja af VG en fylgi flokksins er 3,0%. Samanlagt fylgi þeirra þriggja flokka sem mynduðu síðustu ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG, er aðeins 18,9%.

Píratar virðast vera að sækja í sig veðrið miðað við þessa könnun og er fylgi flokksins nú 6,7%. Sósíalistaflokkurinn bætir einnig við sig frá síðustu könnun Prósents og mælist fylgi flokksins nú 6,4%. Lýðræðisflokkurinn rekur svo lestina í könnuninni með 1,0%.

Könnunin sem kynnt var í Spursmálum í dag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
EyjanFastir pennar
Í gær

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“