fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Eyjan
Föstudaginn 22. nóvember 2024 06:00

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mynd: Kári Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að gefnu tilefni í aðdraganda kosninga langar mig að fullyrða að óheiðarlegir stjórnmálamenn valda samfélaginu mun meiri skaða en þeir sem láta niðrandi orð falla um einstaka hópa.

Á Íslandi hefur spilling í stjórnkerfinu verið landlæg um áratugaskeið, með þeim afleiðingum að heilbrigðis-, mennta-, húsnæðis- og félagskerfi hefur hrakað stöðugt. Hverjir verða hest fyrir barðinu á spillingu sem rífur niður innviði? Konur og börn.

Hér lest Steinun Ólína okkur pistilinn:

steinunnolina 8 221124
play-sharp-fill

steinunnolina 8 221124

Þótt hatursorðræða sé óásættanleg, er hún oft sýnileg og auðvelt að benda á hana. Spillingu er hins vegar hægt að fela á bak við fögur orð og loforð en hún hefur langtíma áhrif sem grafa markvisst undan grunnstoðum samfélagsins.

Langvarandi spilling eins og við höfum búið við dregur úr siðferði, eykur vantraust og veikir samfélagslega sáttmála þá sem þurfa að ríkja í samfélögum. Þann sáttmála að við berum öll sameiginlega ábyrgð á velferð annars fólks.

Spilling tryggir framgang sérhagsmunaaðila á kostnað nauðsynlegrar þjónustu fyrir almenning.

Hvernig samfélag viljum við reka hér?

Þeir spilltu hindra raunverulega umbótasinna í að komast til valda og beita jafnvel fjölmiðlum og öðrum úrræðum til að halda völdum.

Við höfum reynsluna af stjórnmálafólki sem þykist annað en það er. Úlfarnir í sauðargærunum sem þykjast vera lýðræðissinnar en eru í raun að grafa undan sjálfstæði okkar.

Margir auglýsa sig rétt fyrir kosningar í nýjum dulbúningum en hafa því miður ekkert annað í hyggju heldur en að halda áfram uppteknum hætti eftir kosningar. Að selja undan okkur landið svo útvaldir fái á því grætt.

Við þurfum að hafna þeim sem ítrekað hafa orðið uppvísir að óheiðarleika í næstu kosningum. Kjósum þau sem okkur sýnist vera ærleg og heil og hafa sýnt og sannað vilja sinn til að setja hagsmuni almennings ofar sérhagsmunum.

Það er eina leiðin til að verja réttindi og velferð kvenna og barna og annarra viðkvæmra hópa og byggja upp samfélag sem leggur áherslu á réttlæti og jöfnuð.

Konur og börn geta ekki þolað meiri niðurskurð á grunnþjónustu.

Í komandi kosningum er mikilvægt að við tökum afstöðu gegn spillingu og í þágu framtíðar fyrir alla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!
EyjanFastir pennar
18.10.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir
EyjanFastir pennar
17.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin
EyjanFastir pennar
11.10.2024

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim
EyjanFastir pennar
10.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin
Hide picture