fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Eyjan
Föstudaginn 22. nóvember 2024 15:30

Einar Þorsteinsson borgarstjóri Mynd: Framsóknarflokkurinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyritækið Maskína hefur sent frá sér svokallaðan Borgarvita sem er könnun sem fyrirtækið gerir á stöðu mála í borgarmálunum á þriggja mánaða fresti. Í könnunni að þessu sinni kemur meðal annars fram að ónægja með störf Einars Þorsteinssonar borgarstjóra og meirihluta borgarstjórnar fer vaxandi frá síðustu könnun, í ágúst síðastliðnum. Það hefur hins vegar afar misjöfn áhrif á fylgi þeirra flokka sem mynda meirihlutann.

Það sem er þó sérstakt að þeim fer einnig fjölgandi sem eru ánægðir með störf meirihlutans en þeim fækkar sem finnst frammistaða hans hafa verið í meðallagi. Þeim sem telja meirihlutann hafa staðið sig vel fjölgar úr 18 í 22 prósent en þeim sem finnst hann hafa staðið sig illa fara úr 44 prósent í 49 prósent en restinn segir frammistöðuna hafa verið í meðallagi.

Ánægja með störf Einars fer hins vegar minnkandi og ónægja með hann vaxandi. Í könnuninni í ágúst sögðu 23 prósent svarenda hann hafa staðið sig vel en 32 prósent illa en aðrir sögðu frammistöðuna í meðallagi. Í þessari nýju könnun sögðu hins vegar 17 prósent hann hafa staðið sig vel en 44 prósent illa, að sama skapi lækkaði hlutfall þeirra sem sögðu frammistöðuna í meðallagi.

Misjafnt fylgi

Þegar kemur að fylgi flokkanna þá bitnar þessi þróun langmest á flokki Einars, Framsóknarflokknum. Væri gengið til borgarstjórnarkosninga nú myndi fylgi flokksins hreinlega hrynja. Í síðustu kosningum 2022 fékk hann 18,9 prósent en fær nú aðeins 3 prósent og myndi því líklega detta út úr borgarstjórn. Fylgi flokksins í síðustu könnun var 4,5 prósent.

Af öðrum flokkum meirihlutans er það að segja að fylgi Pírata fer einnig niður frá síðustu könnun, úr 11,9 í 8 prósent en þeir fengu 11,7 prósent í kosningunum.

Viðreisn stígur hins vegar upp á við. Fyrrnefndi flokkurinn fékk 11,6 prósent í könnuninni í ágúst en fær nú 14,9 en fékk 5,2 prósent í kosningunum.

Samfylkingin stendur nokkurn veginn í stað frá könnuninni í ágúst fer úr 25,9 prósent í slétt 25 en fékk 20,5 prósent í kosningunum.

Misjafnt eftir hverfum

Eins og svo oft áður er óánægjan með meirihlutann mest meðal þeirra íbúa Reykjavíkur sem búa austan Elliðaár en 59,7 prósent þeirra eru óánægð. Um þriðjungur íbúa Vesturbæjarins og Miðbæjarins eru ánægð með meirihlutann en 36 prósent þeirra óánægðir. Lítill munur er hins vegar á milli tekjuhópa þegar kemur að ónægjunni með meirihlutann. Óánægjan er sömuleiðis áberandi mest með störf Einars meðal íbúa austan Elliðaár, 54,3 prósent.

Þegar kemur að störfum minnihlutans er bæði ánægjan og óánægjan minni en með meirihlutann. Ánægja fer úr 10 í 13 prósent, frá síðustu könnun, en óánægja úr 42 í 43 prósent. Flestir, 44 prósent, segja hins vegar frammistöðuna í meðallagi. Óánægjan með minnihlutann er sýnu minnst austan Elliðaár en þó eru fleiri þar óánægðir en ánægðir.

Flokkar minnihlutans fara flestir upp á við frá síðustu könnun, í ágúst. Sjálfstæðisflokkurinn fer úr 20,4 í 23,4 prósent en fékk 24,7 í kosningunum 2022. Sósíalistaflokkurinn fer úr 8,4 í 10,4 prósent en fékk 7,8 í kosningunum. Flokkur fólksins fer örlítið upp á við, úr 6,0 í 6,3 prósent en fékk 4,6 prósent. Vinstri grænir fara úr 2,7 í 3,0 prósent en fengu 4,0 prósent í kosningunum. Miðflokkurinn sem datt út úr borgarstjórn 2022 með 2,5 prósent fylgi fær 5,9 prósent en fékk 7,8 í síðustu könnun.

Vinsælust

Loks má minnast á vinsælasta borgarfulltrúann. Þegar spurt er hvaða borgarfulltrúi hafi staðið sig best á kjörtímabilinu ná aðeins þrír tveggja stafa tölu. Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fékk 25 prósent og hækkaði úr 18 prósent frá könnuninni í ágúst. Næstur kom Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar sem fékk 21 prósent en fékk 16 í ágúst. Í þriðja sæti var síðan Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna sem stendur í stað frá síðustu könnun og fékk 14 prósent. Ánægja með Sönnu er svipuð í öllum hverfum borgarinnar en ánægja fer minnkandi með Dag og vaxandi með Hildi eftir því sem austar dregur.

Alls tóku 1.096 manns þátt í könnuninni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
EyjanFastir pennar
Í gær

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“