fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Gerir grín að mætingu Sigmundar á Alþingi – „Fjarverandi 162 atkvæðagreiðslur í röð“

Eyjan
Föstudaginn 22. nóvember 2024 17:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndagerðarmaðurinn Hrafn Jónsson skaut föstum skotum á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, í færslu á Facebook í dag. Þar benti hann á að Sigmundur sé óvenju oft fjarverandi þegar gengið er til atkvæðagreiðslu á Alþingi.

„Alltaf þegar með líður eitthvað illa með framleiðnina hjá mér ætla ég að kíkja á þessa mynd og minna mig á að ég hafi í það minnsta ekki verið fjarverandi 162 atkvæðagreiðslur í röð á Alþingi“

Hrafni var svo bent á það í athugasemdum að mælingarnar væru ekki mikið skárri hjá Bergþóri Ólasyni, hinum þingmanni Miðflokksins þorra kjörtímabilsins. Eyjan tók saman atkvæði þeirra Sigmundar og Bergþórs á yfirstandandi kjörtímabili.

Fjarvistir Sigmundar á kjörtímabilinu:

  • 155. þing: 2024-2025:
    • Fjarverandi í 162 (öllum) atkvæðisgreiðslum
  • 154. þing: 2023-2024
    • Fjöldi já-atkvæða: 129
    • Fjöldi nei atkvæða: 53
    • Greiðir ekki atkvæði: 107
    • Tilkynnt fjarvist: 2
    • Fjarverandi: 474
  • 153. þing: 2022-2023
    • Fjöldi já-atkvæða: 210
    • Fjöldi nei-atkvæða: 76
    • Greiðir ekki atkvæði: 184
    • Tilkynnt fjarvist: 2
    • Fjarverandi : 316
  • 152. þing: 2021-2022 –
    • Fjöldi já-atkvæða: 300
    • Fjöldi nei-atkvæða: 6
    • Greiðir ekki atkvæði: 72
    • Fjarverandi: 209

Hjá Bergþóri Ólasyni:

  • 155. þing: 2024-2025:
    • Fjöldi já-atkvæða: 25
    • Greiðir ekki atkvæði: 8
    • Fjarverandi: 129
  • 154. þing: 2023-2024
    • Fjöldi já-atkvæða: 456
    • Fjöldi nei atkvæða: 68
    • Greiðir ekki atkvæði: 225
    • Tilkynnt fjarvist: 2
    • Fjarverandi: 394
  • 153. þing: 2022-2023
    • Fjöldi já-atkvæða: 236
    • Fjöldi nei-atkvæða: 74
    • Greiðir ekki atkvæði: 133
    • Tilkynnt fjarvist: 8
    • Fjarverandi : 395
  • 152. þing: 2021-2022
    • Fjöldi já-atkvæða: 341
    • Fjöldi nei-atkvæða: 23
    • Greiðir ekki atkvæði: 108
    • Tilkynnt fjarvist: 18
    • Fjarverandi: 162

Á yfirstandandi þingi Alþingis sem hófst nú í haust hefur Sigmundur þó haldið 13 ræður og talað samanlegt í 39,18 mínútur. Bergþór hefur haldið 26 ræður, 7 sinnum veitt andsvar og í eitt skipti gert grein fyrir atkvæði á yfirstandandi þingi og talað samtals í 64,52 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”