Kvikmyndagerðarmaðurinn Hrafn Jónsson skaut föstum skotum á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, í færslu á Facebook í dag. Þar benti hann á að Sigmundur sé óvenju oft fjarverandi þegar gengið er til atkvæðagreiðslu á Alþingi.
„Alltaf þegar með líður eitthvað illa með framleiðnina hjá mér ætla ég að kíkja á þessa mynd og minna mig á að ég hafi í það minnsta ekki verið fjarverandi 162 atkvæðagreiðslur í röð á Alþingi“
Hrafni var svo bent á það í athugasemdum að mælingarnar væru ekki mikið skárri hjá Bergþóri Ólasyni, hinum þingmanni Miðflokksins þorra kjörtímabilsins. Eyjan tók saman atkvæði þeirra Sigmundar og Bergþórs á yfirstandandi kjörtímabili.
Fjarvistir Sigmundar á kjörtímabilinu:
Hjá Bergþóri Ólasyni:
Á yfirstandandi þingi Alþingis sem hófst nú í haust hefur Sigmundur þó haldið 13 ræður og talað samanlegt í 39,18 mínútur. Bergþór hefur haldið 26 ræður, 7 sinnum veitt andsvar og í eitt skipti gert grein fyrir atkvæði á yfirstandandi þingi og talað samtals í 64,52 mínútur.