fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Eyjan
Föstudaginn 22. nóvember 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði. Það er siðrof að þegar verðbólguskot ríður yfir skuli það bitna eingöngu á lántakendum en fjármagnseigendur og lánveitendur græði á verðbólgunni. Svona er þetta ekki í öðrum löndum. Hér þarf að koma böndum á Seðlabankann og koma skikki á útreikninga á verðbólgu á Íslandi. Ef það er ekki hægt með siðferðilegum viðmiðum verður að gera það með lögum, segir Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, sem er gestur í kosningasjónvarpsþætti á Eyjunni.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild hér:

HB_EYJ205_NETv2
play-sharp-fill

HB_EYJ205_NETv2

„Við sjáum hér á vinstri vængnum mjög marga flokka; Píratar, Samfylking, sósíalistaflokkar o.s.frv.. Það er með stjórnmálin eins og flug fuglsins, það verður að vera hægt að nota báða vængina og við erum með klassísk, hófsöm hægri sjónarmið sem í rauninni enginn annar er að færa fram – það verði einfaldlega að skera niður ríkisbáknið, það verði að fara að lækka skattana og taka hressilega til hendinni þegar kemur að vaxtapíningunni sem íslensk fyrirtæki og heimili búa við,“ segir Arnar Þór.

Þú talar um vaxtapíninguna. Nú er næstum helmingur íslensks atvinnulífs farinn út úr krónunni, kominn í annan gjaldmiðil, flest fyrirtækin í evru, sum í dollar, þar sem þau búa við allt önnur fjármögnunarkjör en venjuleg íslensk fyrirtæki, þessi miðlungsstóru og smærri, og íslensk heimili. Það eru margir sem segja: Gjaldmiðillinn er vandamálið, hann er stóra vandamálið og það skiptir ekki máli hvort vextir eru háir eða lágir hér á landi í sögulegu samhengi, þeir eru alltaf miklu hærri en þeir eru annars staðar. Hvað segir þú við þessu?

„Eins og þetta blasir við mér þá svara ég því þannig að mér virðist vera einhvers konar siðrof til staðar á íslenskum fjármálamarkaði. Það er siðrof sem við sjáum í rauninni hvergi annars staðar. Vaxtastigið hér er það næsta á eftir Rússlandi og Úkraínu. Með siðrofi þá á ég við það að þegar verðbólguskot ganga yfir evrópsk samfélög og breska samfélagið og önnur ríki sem ekki eru með evru þá virðist það vera sammæli þeirra sem þar halda um taumana að slík skoteigi ekki bara að bitna á lántakendum heldur líka á fjármagnseigendum og lánveitendum og þá hafi seðlabankar miðað svona, sýnist mér, við svona fjögurra prósenta markið og þá bara verði lánveitendur að sætta sig við það að þeir njóti ekki ofsaarðs af sínum fjármunum meðan þetta gengur yfir. Þá verða til breiðir hvatar, útbreiddir hvatar til þess að ná stjórn á verðbólgunni.

Ástandið sem við horfum á hér er að Seðlabankinn hækkar og hækkar stýrivexti, sem virðist vera mjög óskilvirkt tól til að ná verðbólgunni niður, og ég vitna til Joseph Stiglitz í því samhengi, en hann segir að stýrivaxtahækkanir við þessar aðstæður ýti undir fremur en hitt. Við erum einfaldlega að segja ef það er ekki hægt með siðferðilegum viðmiðum að koma skikki á þessa hluti þá verðum við að gera þetta með lögum og beita þá lögum um Seðlabanka Íslands annars vegar og lögum um útreikninga á vísitölu neysluverðs hins vegar til þess að beisla Seðlabankann og koma skikki á útreikninga verðbólgu á Íslandi, sem hefur verið – ég ætla bara að segja orðið – fölsuð árum og bráðum áratugum saman með því að hafa húsnæðisliðinn þarna inni, sem ég get ekki séð að aðrar þjóðir hafi þarna inni. Húsnæði er ekki neysluvara.“

Hann segir íslensk yfirvöld á Íslandi í raun hafa þrýst upp húsnæðisliðnum með því að búa til skort á lóðum og með því að úthluta lóðum á dýrustu svæðum, á þéttingarreitum, og með því að flækja byggingarreglugerð og gera fólki miklu erfiðara fyrir að koma sér þaki yfir höfuðið en Íslendingar hafi áður þekkt.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”
Hide picture